föstudagur, 29. maí 2015

Sinfonían: Chopin, Nielsen og ég

Ég fór á tónleika í gær, vetrarstarfi Sinfoníunnar fer senn að ljúka.  Það er ekki amalegt að fá að njóta skemmtunar og listfærni þessara lægst launuðustu menntuðu starfsmanna ríkisins.  Hversu mikið þessir listamenn hafa skemmt mér um ævina.  Samfellt seinustu rúmlega 10 árin, en stopult fram að því, þegar ég bjó ekki á höfuðborgarsvæðinu.  Ég á þeim mikið að þakka.

Það má segja að Harpa, húsið umdeilda hafi hafið hljómsveitarleik á hærra plan hérlendis.  Aldrei hafa verið fleiri áskrifendur og við fáum að heyra erlenda listamenn koma fram með okkar fólki. Samt eru til einstaklingar sem telja það vera hlutverk sitt að skera niður framlög

til lista og menningar á ótal sviðum.  Oftast voru það einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins áður fyrr, en alltaf var þar sterkur hópur sem vildi ýta undir menningu, svo aldrei hefur tekist að ganga af listum dauðum.  Nú eru það hægriöfgamennirnir í Framsóknarflokknum sem verða sér oftar en ekki til skammar.  

Svo ég komi mér að tónleikunum í gærkvöldi og hætti þessu mali.  Þá var það skemmtileg blanda af þekktu og óþekktu.  1. píanókonsert Chopins hefur maður hlustað á ótal sinnum, maður kann hann svona að ákveðnu leyti utanað, maður getur hummað lagbúta úr honum.  Í þetta var það stórstirni frá Makedoníu, Simon Trpceski, sem spilaði guðdómlega auk þess sem hann sjarmeraði salinn með óformlegu spjalli.  Svo lék hann einfaldan vals eftir Chopin sem aukalag sem er ekkert einfalt að spila.
Eftir hlé, sem er orðið vina og kunningjamót stórs hóps, maður hittir alltaf kunningja, ættingja, og getur virt fyrir sér stórmenni þjóðarinnar, ætli sé ekki oft plottað í hornum þarna, þá fengum við að heyra Sinfoníu númer 5 eftir Carl Nielsen, ég hef lítið hlustað á Nielsen sem er eitt frægasta tónskáld Norðurlanda, þó heyrt einhverjar sinfoníur á tónleikum.  Sinfonían í gær var frábærlega leikin og verkið verður örugglega til þess að ég ætla að taka mér tak að hlusta á hann. Inkinen hljómsveitarstjórinn finnski er líka að komast í hóp stjórmeistara hljómsveitarstjórnar, hljómsveitin leikur í höndum hans.  

Svo lesendur góðir, ég er enginn sérfræðingur í tónlist, en ég er einn fjölmargra áhugamanna um tónlist.  Þeir geta fundið sér sitt svið eða verið á mörgum, ég hlutsta á margar tegundir tónlistar.  Ég mun mæta næsta vetur ég eyði hluta af mínum eftirlaunum í þetta.  Tónlist fær mann til að njóta og hugleiða. Læra eitthvað nýtt, manni hættir síður til að staðna.




fimmtudagur, 28. maí 2015

Ísland: Brjóstumkennanlegir valdamenn

Íslenskir ráðamenn á hægri kanti eru oft svo brjóstumkennanlegir. Þeir fara öðru hverju til London og súpa hveljur yfir hinu dásamlega nýfrjálshyggjukerfi sem Bretar kjósa að hafa yfir sér.  Að vísu með miklum minnihluta fylgis vegna fránalegs kosningakerfis. 

Svo koma þeir aftur heim og ætla að gera það sama hér, þar sem allt á að þjóna auðmönnum og auðfyrirtækjum.  Þeim tekst að koma langt með stuðningi flokks sem er í tilvistarkreppu.  En
þeir eru svo hissa þegar  upp rís sterk andstaða, sem hefur allt aðrar forsendur og  bakgrunn en breskt samfélag. Allt bendir til þess að þjóðin varpi þeim á dyr í næstu kosningum, sem vonandi verða sem fyrst.

Svo koma verkalýðsfélög með frekju og yfirgang.  Ráðherrar eru lengi að uppgötva að þetta hafi eitthvað að gera með þá.  Fyrir nokkrum dögum var þetta málaflokkur þar sem frjáls samningaréttur átti að ríkja.  Svo kom í ljós, ekki í fyrsta sinn, að atvinnurekendur geta ekki viðurkennt að launafólk eigi að geta lifað á launum sínum.  Svo þá endar það alltaf með að stjórnmálamenn verða að  koma til sögunnar.  Fjármálaráðherra sem hafði þverskallast í margar vikur er allt í einu farinn að tala um að hann vilji gera hvað sem er til að leysa þennan hnút. Og Forsætisráðherrann má ekki opna munninn án þess að mótmæli verði á Austurvelli. Ríkisstjórnin vinnur svo gott starf að þjóðin er á villigötum, líklega á bara að skipta um þjóð.  Senda þessa vitlausu þjóð til Norður Noregs eða Kanada.  Og fá nýja þakkláta og blíðlynda, kannski frá Mið-Austurlöndum. 

Já þetta eru brjóstumkennanlegir ráðamenn þeir eiga ekki skilið að eiga okkur að.  Þeir ættu bara að flytja til gósenlanda þar sem þeir geta lifað á auði sínum.  Sviss, Bandaríkin eða Bretland, þegar Bretar verða búnir að stimpla sig út úr ESB. Þar ríkir ekkert vanþakklæti, allir beygja sig og bugta fyrir yfirstétt, auðstétt og valdamönnum.

miðvikudagur, 27. maí 2015

Svikalogn: Tími á nýjar kosningar

Mér datt í hug orðið svikalogn, en sá svo þegar ég fletti upp í netinu að ég var ekki sá fyrsti, fleirum hafði dottið það í hug: 

Stjórnarandstaðan fagnaði ákvörðun Einars Kristins en hefur þó varann á sér. Þannig segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni að hún vonist til að ekki sé um svikalogn að ræða.

Já, Einar þingforseti lagði til hliðar Ramma áætlunina, í bili, en svo er spurningin hvort Ofurvirkjarar sætti sig við það til eilífðar.  Við verðum að virkja til að skaffa vinnu, segja þeir, þá gleymast alltí einu verðbólguáhrif liðinna virkjana.  Þá gleymast gjafasamningar liðinna ár.   Þar sem ódýrara virkjanarafmagn fæst í stóriðju á Íslandi en í Afríkulöndum, þar sem laun eru mörgum sinnum lægri.    

Svo er það makríllinn, 39000 skora á forsetann.  Við bíðum eftir að heyra í honum, blessuninni! Ætli hann sé lagstur undir feld?

En svo kom skoðanakönnunin nýja:  xB sekkur og sekkur, er ekki kominn  tími á nýjar kosningar.  Nýjan þingforseta, nýja ráðherra, nýja hugsun???



þriðjudagur, 26. maí 2015

Bjarni og Eygló: Um hvað er barist?

Að koma upp leigumarkaði á Íslandi virðist ætla að verða torsótt.  Þras Bjarna Ben og Eyglóar sýnir það, andstæðingar leigumarkaðar fulltrúar fasteignabraskarar ætla ekki að gefa sig.  Það virðist vonlaust að fara eftir reynslu annarra þjóða um þessi mál.  Íslendingar eru sjálfstætt fólk, það á að eiga fasteignir sínar!!!


Lekið er svo upplýsingum, gamla trixið notað.  Allt í háaloft á baka við tjöldin.  Fjármálaráðherrann er alveg til í að bjóða nokkur prósent í kjarasamningum til að koma í veg fyrir frumvörp Eyglóar. Eða hvað???? 

Svo er spurningin hvort Eygló fái stuðning frá Sigmundi Davíð.  Það er ekki öruggt. Hnífstungurnar eru klassískar í Framsókn.

laugardagur, 23. maí 2015

Á Moskan að fara til Íslands?? Je suis un homme de Paix

Það er gott að fleiri koma með þessa hugmynd en ég ( í bloggi í vikunni) auðvitað á að senda innvolsið hið listræna til Íslands byggja fallegt hús utanum og þá er komin moskan sem reisa á í Reykjavík. Þar sem Islamtrúar fólk getur stundað sína trú og félagsstarf. Óþarfi að blanda kirkjunni inn í það. Það er eins og aðalatriði hjá mörgum sé að fá eitthvað sem leiði til átaka og ófriðar, jafnvel fjöldamorða. Ég er of mikill friðarsinni til að taka þátt í því!

fimmtudagur, 21. maí 2015

Sigmundur og Bjarni: Tómhentir með frekju

Enn kemur ekkert frá andvana ríkisstjórn.  Stórstirnin mæta á Alþingi í morgun og taka þátt í þrasinu af fullum þunga. En ekkert annað.  Engar hugmyndir, engar tillögur um lausn alvarlegustu kjarakreppu seinustu áratuga.  Meira að segja prúðasti maður norðan Alpafjalla, ríkissáttasemjari, er búinn að fá nóg.  

Fræðingar eru kallaðir til af fjölmiðlafólki, auðvitað er hætta á verðbólgu, auðvitað er hætta á töfum á lausn á stór efnahagsmálum, en það er ríkisstjórnar og stofnana að vinna að því að svo verði ekki. Það þarf vilja, ekki bara frekju. Það er þetta eina að viðurkenna að það þurfi að breyta skiptingu kökunnar, þegar milljarðar streyma í vasa örfárra einstaklinga, þegar
atvinnurekendur falsa gögn og kannanir þá er engin furða að hnefar fari á loft.  Það er hlutverk forsætis og fjármálaráðherra og lægja öldurnar og vera sáttaberar.  En þeir kunna það ekki, þeir þekkja bara frekju.  

Fræðingar eru sjaldséðir sem mæla með umhverfisáformum ríkisstjórnar, af hverju eru þeir ekki kallaðir í fjölmiðlana?  Er það furða að náttúran kveinki sér undan afglapahætti nefndarkjána.  


Jörðin - þessi allra dauðlegra sameiginlegi fararskjóti.Sagði Jónas. Hún á betur skilið af börnum sínum.

Ég óska hinum knáa Dalamanni Ásmundi Einari, góðs bata, netheimur er miskunnarlaus, en lygar og undansláttur ýmissa aðila bæta ekki þetta sorglega mál. 

miðvikudagur, 20. maí 2015

Silicor: Enn um Sólarkísil og fjárfestingar

Við þurfum að virkja til að skaffa atvinnu sagði hann , þingmaðurinn, virkja.Eins og að veruleikinn sé svona einfaldur.  

Fyrir hverja erum við að virkja, hvernig veljum við samstarfsaðila.  Það er stundum skrítið. 

Eins og með Silicor fyrirtæki sem hefur viljað hasla sér völl á Íslandi, en ....... takið eftir en ..... eftir að hafa brennt brýr að baki í Bandaríkjunum. Komið sér út úr húsi þar vegna fjármálaóreiðu.  Hver á að fjárfesta.  Kemur Silicor með fjármagn inn í landið?  Ætlar þeir ekki að fá lán í íslenskum banka?

Þetta er spennandi verkefni að máli margra, en þetta er það fyrsta sinnar tegundar í heimi.  Hvað ef mistekst, gengur ekki sem skyldi?  Hverjir geta þá setið uppi með skuldasúpuna.  Erum við tilbúin að svolgra þá súpu í okkur? Orðspor þessa fyrirtækis er ekkert til að hrópa húrra fyrir, við erum lítið efnahagssvæði, ef eitthvað væri úrskeiðis, gæti það haft alvarlegar afleiðingar.  

Þegar við eigum að fá erlend fyrirtæki til okkar væri ekki eðlilegra að fá traust og gott fyrirtæki með gott orðspor???? Hverjir vilja fjárfesta í þessu, verða það ekki bara við.  Hverjir sitja þá uppi með sárt ennið.  Ætli það verðum ekki við? 

 Er ekki bjartsýni fyrrverandi bæjarfulltrúa á Akranesi svolítið barnaleg? Þurfum við ekki að tryggja okkur eitthvað betur?  Gæti sólskinið ekki breyst í þokuhjúp þar sem aldrei sæist til sólar???




1. Verksmiðjan verður vinnustaður 450 manna, fagfólks á mörgum sviðum og af báðum kynjum.
2.Erlend fjárfesting af slíku umfangi er vel þegin og mikilvæg innspýting í efnahagslífið. Hún hefur mikil margfeldisáhrif á öllu atvinnusvæði Vesturlands og Suðvesturhornsins.
3. Skipulagsstofnun telur umhverfisáhrif starfseminnar ekki umtalsverð og framkvæmdin skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
4. Umhverfisstofnun er sama sinnis og vísar til þess að verksmiðjan muni hvorki losa flúor né brennisteinstvíoxíð út í umhverfið. Mengunarálag á Grundartanga aukist því ekki með starfseminni.
5. Silcor hefur öðlast einkaleyfi á algjörlega nýrri framleiðsluaðferð þar sem unnið er í lokuðu kerfi.
6. Raforkunotkun verður einungis þriðjungur þess sem gerist í hefðbundinni sólarkísilframleiðslu.
7. Væntanleg framleiðsluvara, hreinn kísill frá Grundartanga, verður flutt úr landi og notuð til að framleiða sólarkísilflögur sem menn setja á þökin sín og virkja sjálft sólskinið til raforkuframleiðslu.
8. „Hliðarafurðir“ sólarkísilframleiðslunnar verða söluvörur líka, til dæmis álhlutar sem nýtast í bíla og létta þá – sem aftur sparar eldsneyti og dregur úr losubn gróðurhúsalofttegunda.