mánudagur, 1. júní 2015

Reykjavíkurflugvöllur: Tími hefndar og rugls

Nú byrjar tími hefndanna, meirihlutinn ætlar nú að sýna minnihlutanum hvar Davíð keypti ölið eða eitthvað sterkara. 
Þetta segir Katrín Júlíusdóttir á Fésinu:

Ég hélt að þessi stjórnarmeirihluti gæti ekki komið mér á óvart lengur. En þá gerist það að mál Höskuldar Þórhallssonar um að taka skipulagsvaldið af Reykjavík þegar kemur að flugvellinum er rifið út úr nefnd, gerbreytt og nú er skipulagsvaldið einnig tekið af Akureyri og Egilsstöðum eða þeim sveitarfélögum sem eru með millilandaflugvelli. Fengum málið sent breytt kl. 8.13. 10 mínútum síðar er það rifið út úr nefnd gegn vilja okkar Svandís Svavarsdóttir og Róbert Marshall. Við óskuðum eftir því að þessi sveitarfélög fengju að koma fyrir nefndina og ræða við okkur um málið svo breytt en því var hafnað. Sama hvað fólki kann að finnast um staðsetningu flugvallarins í Reykjavík þá hlýtur okkur öllum að vera annt um vönduð vinnubrögð og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga.

Og Robert Marshall var mættur snemma í vinnuna í morgun:  
Pólitískt reginhneyksli hér í umhverfis- og samgöngunefnd. Nógu arfaslakt var mál formannsins Höskuldar Þórhallssonar um að færa skipulagsmál Reykjavíkurflugvallar undir Alþingi en meirihluti nefndarinnar hefur nú lagt til breytingar á málinu á síðustu metrunum (á síðasta fundi um málið) þannig að skipulagsvald yfir öllum flugvöllum sem geta sinnt millilandaflugi er tekið af m.a. sveitarfélögunum á Akureyri og Egilsstöðum. Án þess að þeim sé gefið færi á umsögnum eða andmælum. Málið var afgreitt út úr nefndinni núna á níunda tímanum við hávær mótmæli okkar Svandísar Svavarsdóttir og Katrínar Júlíusdóttir.

Og Svandís Svavars var á svipaðri skoðun:  „Rétt í þessu var afgreitt út úr umhverfis- og samgöngunefnd þingsins forkastanlegt þingmál þar sem gert er ráð fyrir því að skipulagsvaldið sé tekið af Reykjavíkurborg vegna flugvallarins. Málið tók svo stórtækum breytingum eftir að fundur hófst nú í morgun og Egilsstaðaflugvelli og Akureyrarflugvelli bætt við og þar með skipulagsvaldi þeirra sveitarfélaga. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir því að skipulagsvaldið að þessu leyti færðist til Alþingis en breytingin sem var kynnt nefndarmönnum eftir að fundur hófst gerir ráð fyrir því að skipulagsvaldið sé á hendi innanríkisráðherra. Minnihlutinn, við Katrín Júlíusdóttir og Róbert Marshall, mótmæltum málsmeðferðinni harðlega. Viðkomandi sveitarfélög fengu ekki að koma á fund nefndarinnar og heldur ekki ráðuneyti innanríkismála og skipulagsmála sem er umhverfisráðuneytið. Málið var loks tekið út með liðsauka sem sóttur var til annarra nefnda og hefur ekki tekið þátt í umfjöllun um málið hingað til. Hér eru á ferðinni forkastanleg vinnubrögð og yfirgangur sem er formanni nefndarinnar og meirihlutanum til skammar.“

Karl henni ekki óskyldur skrifaði þetta:  Nú þeir VILJA stríð. Merkilegt í lok þingsins. 

Já í lok þingsins?  Kannski er þinginu ekki lokið, eftir allt saman.   

laugardagur, 30. maí 2015

Skagafjörður: Dansinn í kringum Gullkálfinn

Skagfirðingar í sárum. Alþingimaður vond við þá.  Þeir vilja afsökun ...... opinbera. 
Það er erfitt að vera kallaður Mafíós.  Sem eru samtök sem hafa illt orð á sér á Ítalíu og í Bandríkjunum. Þetta er líka líking, líkingamál um spillingu, og hvað er það sem fær fólk til að detta í hug slíkt um Skagfirðinga.  Margir vilja gleyma því. 

Fleiri alþingismenn hafa bent á vafasöm vinnubrögð sem tengjast KS og Skagfirðingum, eins og Ögmundur Jónasson í rimmunni um sameingingu Sarisjóða Skagfirðinga og Siglfirðinga,
einnig í umræðunni um Samvinnutryggingar .  Og nú kemur enn og aftur upp umræðan í sambandi við herförina að Birgittu.

Sveitarfélag Skagafjarðar krefst opinberrar afsökunarbeiðni frá Birgittu

Ég vitnaði fyrir nokkrum vikum í stórmerka grein SME á sínum tíma um eðlileg eða óeðlileg tengsl Þórólfs Gíslasonar og smastarfsmanna hans í Kaupfélaginu.  Það er skrítið að félag í eigum almennings skuli leyfa Kaupfélagsstjóra sínum að stunda brask og meira brask svo spurningin verður hvort hann sé að huga að eigin hag eða Kaupfélagsins.  Ég birti þessa grein Sigurjóns aftur, hún sýnir svo átakanlega spillingu og græðgi þeirra sem fóru með fé á uppgangstímanum fyrir Hrun. Margir fóru illa í Hruninu aðrir virðast vera á kafi í fjárfestingum og hrunadansi í kringum Gullkálfinn.  Svo það er ekki furðulegt að Birgittu hafi dottið í hug Mafía í sambandi við Skagafjörð og þeirra landsþekktasta mann, Þórólf Gíslason.

 Fjárfestingarfélög kaupfélagsstjórans

Stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga hafa í mörg horn að líta. Þeir tengjast persónulega mörgum fjárfestingarfyrirtækjum sem aftur tengjast Kaupfélaginu. Flókið? Já. En skoðum nánar. Hinn landsfrægi Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri og aðstoðarkaupfélagsstjóri er Sigurjón Rúnar Rafnsson. Eitt af helstu fyrirtækjum Kaupfélagsins er Fisk Seafood þar sem Jón Eðvald Friðriksson er forstjóri. Forleikurinn er á enda.
Sagan byrjar í fyrirtæki sem heitir AB 48 ehf. Reyndar hefur verið skipt um nafn á félaginu, og það heitir nú; Fjárfestingafélagið Fell ehf. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri. Á árinu 2007 var bókfært verð félagsins var einn milljarður króna og eigið fé var tíu milljarðar. Helst eign AB 48 ehf. er AB 50 ehf.
AB 50 ehf. á í Straumi Burðarás. Eigið fé var tæpur milljarður. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri.
Næsta félag er AB 26 ehf. Aðaleign AB 26 ehf. er tæplega helmingshlutur í AB 48 ehf. Eigið fé var 5,4 milljarðar og bókfært verð einnig. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri.
Næst kemur að þjóðþekktu fyrirtæki, Hesteyri ehf. En það félag er hluti af S-hópnum, hópnum sem fékk Búnaðarbankann einsog frægt er. Meðal eigna Hesteyrar ehf. er AB 26 ehf. Bókfært verð er 5,4 milljarðar. Stjórnarmenn eru Jón Eðvald Friðriksson, forstjóri Fisk Seafood, Ólafur Kristinn Sigmarsson og Stefán Guðmundsson fyrrverandi alþingismaður.
Þá er komið að Fisk Seafood, þar sem Jón Eðvald er forstjóri. Fisk Seafood á Hesteyri. Og þá kemur að Þórólfi Gíslasyni og Kaupfélagi Skagfirðinga. En Kaupfélagið á Fisk Seafood, sem á Hesteyri, sem á helming í AB 26 ehf., sem á AB 48 ehf., sem á AB 50 ehf.
Hinn hlutinn /
Eigendur AB 48 ehf. sem var nefnt að ofan eru AB 26 ehf. og FS3 ehf. Hér kemur nýtt félag, FS3, og leggurinn tekur breytingum. Eigið fé eru 5,4 milljarðar og þrír sitja í stjórn. Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri, Helgi S. Guðmundsson, sem er einn helsti leikmaður S-hópsins, og Ólafur Friðriksson.
Fjárfestingarfélagið EST ehf. er eini eigandi FS3 ehf. Og eigandi Fjárfestingarfélagið EST ehf. er Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar.
Næst skulum við skoða fyrirtæki sem heitir Gilding. Tveir sitja í stjórn, kaupfélagsstjórinn Þórólfur og aðstoðarkaupfélagsstjórinn Sigurjón. Gilding á þriðjungshlut í Síðasta dropanum ehf. sem kemur við sögu síðar. Þá er komið að Fjárfestingafélaginu Sveinseyri ehf. Þar sitja í stjórn títtnefndur Sigurjón Rúnar aðstoðarkaupfélagsstjóri og Jón Eðvald Friðriksson forstjóri Fisk Seafood. Sveinseyri á hlut í AB 48 ehf. Síðasta dropinn á allt hlutafé Sveinseyrar ehf.
Enn er haldið áfram. Matróna ehf. er eitt félaganna. Eigendur þess eru félög sem ég skýri betur á eftir, en þau heita Háahlið 2 ehf. og Háahlíð 3 ehf. Þau félög, það er Háahlið 2 og Háahlið 3 eiga líka félagið Gullinló ehf. Í stjórn Gullinlóar sitja kaupfélagsstjórarnir báðir, Þórólfur og Sigurjón. Gullinló á síðan hlut í Mundaloga ehf. ásamt Matrónu ehf. Skýrist á eftir. Kaupfélagsstjórarnir sitja í stjórn Mundaloga.
Og næst er það Síðasti dropinn ehf. Þar skipa stjórn Sigurjón aðstoðarkaupfélagsstjóri og Jón Eðvald forstjóri. Eigendur Síðasta dropans eru Háahlíð 2 ehf. Háahlíð 3 ehf. Háahlið 7 ehf. og Gilding ehf. Síðasta dropinn á Sveinseyri sem áður var getið um.
Háahlíð 2 ehf. er einkafirna Þórólfs kaupfélagsstjóra og ber heiti heimilis hans. Félag Þórólfs á helmingshlut í Matrónu, helmingshlut í Gullinló og tæplega fjórðung í Síðasta dropanum auk hluta í öðrum félögum sem tengjast ekki þessum kapli.
Háahlið 3 ehf. er einkafirma Sigurjóns Rúnars Rafnssonar aðstoðarkaupfélagsstjóra. Félag Sigurjóns á helmingshlut í Matrónu, helmingshlut í Gullinló og tæplega fjórðung í Síðasta dropanum auk hluta í öðrum félögum sem tengjast ekki umfjölluninni.
Háahlið 7 ehf. er einkafirma Jóns Eðvalds Friðrikssonar forstjóra Fisk Seafood. Það félag á meðal annars tæplega fjórðungshlut í Síðasta dropanum.
Það sem vekur athygli er að þeir þremenningar tengjast í gegnum fjölda félaga og þegar kapallinn er rakinn endar hann í Kaupfélaginu þar sem þeir hefur verið treyst fyrir félagi í almanna eigu. Af lestri greinarinnar vakna meðal annars spurning um hvort rétt sé að helstu stjórnendur Kaupfélagsins séu um leið viðskiptafélagar þess. Hin mikla flækja, sem hér hefur verið gerð tilraun til að rekja, gerir öllum erfitt fyrir að rekja hver er hvers og hvur er hvurs.
Byggt á ársreikninum áranna 2006 og stundum 2007.

  á leið út í lífið, hverjir eru þarna á myndinni?

mynd Viðskiptablaðið 

 

 





föstudagur, 29. maí 2015

Sinfonían: Chopin, Nielsen og ég

Ég fór á tónleika í gær, vetrarstarfi Sinfoníunnar fer senn að ljúka.  Það er ekki amalegt að fá að njóta skemmtunar og listfærni þessara lægst launuðustu menntuðu starfsmanna ríkisins.  Hversu mikið þessir listamenn hafa skemmt mér um ævina.  Samfellt seinustu rúmlega 10 árin, en stopult fram að því, þegar ég bjó ekki á höfuðborgarsvæðinu.  Ég á þeim mikið að þakka.

Það má segja að Harpa, húsið umdeilda hafi hafið hljómsveitarleik á hærra plan hérlendis.  Aldrei hafa verið fleiri áskrifendur og við fáum að heyra erlenda listamenn koma fram með okkar fólki. Samt eru til einstaklingar sem telja það vera hlutverk sitt að skera niður framlög

til lista og menningar á ótal sviðum.  Oftast voru það einstaklingar innan Sjálfstæðisflokksins áður fyrr, en alltaf var þar sterkur hópur sem vildi ýta undir menningu, svo aldrei hefur tekist að ganga af listum dauðum.  Nú eru það hægriöfgamennirnir í Framsóknarflokknum sem verða sér oftar en ekki til skammar.  

Svo ég komi mér að tónleikunum í gærkvöldi og hætti þessu mali.  Þá var það skemmtileg blanda af þekktu og óþekktu.  1. píanókonsert Chopins hefur maður hlustað á ótal sinnum, maður kann hann svona að ákveðnu leyti utanað, maður getur hummað lagbúta úr honum.  Í þetta var það stórstirni frá Makedoníu, Simon Trpceski, sem spilaði guðdómlega auk þess sem hann sjarmeraði salinn með óformlegu spjalli.  Svo lék hann einfaldan vals eftir Chopin sem aukalag sem er ekkert einfalt að spila.
Eftir hlé, sem er orðið vina og kunningjamót stórs hóps, maður hittir alltaf kunningja, ættingja, og getur virt fyrir sér stórmenni þjóðarinnar, ætli sé ekki oft plottað í hornum þarna, þá fengum við að heyra Sinfoníu númer 5 eftir Carl Nielsen, ég hef lítið hlustað á Nielsen sem er eitt frægasta tónskáld Norðurlanda, þó heyrt einhverjar sinfoníur á tónleikum.  Sinfonían í gær var frábærlega leikin og verkið verður örugglega til þess að ég ætla að taka mér tak að hlusta á hann. Inkinen hljómsveitarstjórinn finnski er líka að komast í hóp stjórmeistara hljómsveitarstjórnar, hljómsveitin leikur í höndum hans.  

Svo lesendur góðir, ég er enginn sérfræðingur í tónlist, en ég er einn fjölmargra áhugamanna um tónlist.  Þeir geta fundið sér sitt svið eða verið á mörgum, ég hlutsta á margar tegundir tónlistar.  Ég mun mæta næsta vetur ég eyði hluta af mínum eftirlaunum í þetta.  Tónlist fær mann til að njóta og hugleiða. Læra eitthvað nýtt, manni hættir síður til að staðna.




fimmtudagur, 28. maí 2015

Ísland: Brjóstumkennanlegir valdamenn

Íslenskir ráðamenn á hægri kanti eru oft svo brjóstumkennanlegir. Þeir fara öðru hverju til London og súpa hveljur yfir hinu dásamlega nýfrjálshyggjukerfi sem Bretar kjósa að hafa yfir sér.  Að vísu með miklum minnihluta fylgis vegna fránalegs kosningakerfis. 

Svo koma þeir aftur heim og ætla að gera það sama hér, þar sem allt á að þjóna auðmönnum og auðfyrirtækjum.  Þeim tekst að koma langt með stuðningi flokks sem er í tilvistarkreppu.  En
þeir eru svo hissa þegar  upp rís sterk andstaða, sem hefur allt aðrar forsendur og  bakgrunn en breskt samfélag. Allt bendir til þess að þjóðin varpi þeim á dyr í næstu kosningum, sem vonandi verða sem fyrst.

Svo koma verkalýðsfélög með frekju og yfirgang.  Ráðherrar eru lengi að uppgötva að þetta hafi eitthvað að gera með þá.  Fyrir nokkrum dögum var þetta málaflokkur þar sem frjáls samningaréttur átti að ríkja.  Svo kom í ljós, ekki í fyrsta sinn, að atvinnurekendur geta ekki viðurkennt að launafólk eigi að geta lifað á launum sínum.  Svo þá endar það alltaf með að stjórnmálamenn verða að  koma til sögunnar.  Fjármálaráðherra sem hafði þverskallast í margar vikur er allt í einu farinn að tala um að hann vilji gera hvað sem er til að leysa þennan hnút. Og Forsætisráðherrann má ekki opna munninn án þess að mótmæli verði á Austurvelli. Ríkisstjórnin vinnur svo gott starf að þjóðin er á villigötum, líklega á bara að skipta um þjóð.  Senda þessa vitlausu þjóð til Norður Noregs eða Kanada.  Og fá nýja þakkláta og blíðlynda, kannski frá Mið-Austurlöndum. 

Já þetta eru brjóstumkennanlegir ráðamenn þeir eiga ekki skilið að eiga okkur að.  Þeir ættu bara að flytja til gósenlanda þar sem þeir geta lifað á auði sínum.  Sviss, Bandaríkin eða Bretland, þegar Bretar verða búnir að stimpla sig út úr ESB. Þar ríkir ekkert vanþakklæti, allir beygja sig og bugta fyrir yfirstétt, auðstétt og valdamönnum.

miðvikudagur, 27. maí 2015

Svikalogn: Tími á nýjar kosningar

Mér datt í hug orðið svikalogn, en sá svo þegar ég fletti upp í netinu að ég var ekki sá fyrsti, fleirum hafði dottið það í hug: 

Stjórnarandstaðan fagnaði ákvörðun Einars Kristins en hefur þó varann á sér. Þannig segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, á Facebook-síðu sinni að hún vonist til að ekki sé um svikalogn að ræða.

Já, Einar þingforseti lagði til hliðar Ramma áætlunina, í bili, en svo er spurningin hvort Ofurvirkjarar sætti sig við það til eilífðar.  Við verðum að virkja til að skaffa vinnu, segja þeir, þá gleymast alltí einu verðbólguáhrif liðinna virkjana.  Þá gleymast gjafasamningar liðinna ár.   Þar sem ódýrara virkjanarafmagn fæst í stóriðju á Íslandi en í Afríkulöndum, þar sem laun eru mörgum sinnum lægri.    

Svo er það makríllinn, 39000 skora á forsetann.  Við bíðum eftir að heyra í honum, blessuninni! Ætli hann sé lagstur undir feld?

En svo kom skoðanakönnunin nýja:  xB sekkur og sekkur, er ekki kominn  tími á nýjar kosningar.  Nýjan þingforseta, nýja ráðherra, nýja hugsun???



þriðjudagur, 26. maí 2015

Bjarni og Eygló: Um hvað er barist?

Að koma upp leigumarkaði á Íslandi virðist ætla að verða torsótt.  Þras Bjarna Ben og Eyglóar sýnir það, andstæðingar leigumarkaðar fulltrúar fasteignabraskarar ætla ekki að gefa sig.  Það virðist vonlaust að fara eftir reynslu annarra þjóða um þessi mál.  Íslendingar eru sjálfstætt fólk, það á að eiga fasteignir sínar!!!


Lekið er svo upplýsingum, gamla trixið notað.  Allt í háaloft á baka við tjöldin.  Fjármálaráðherrann er alveg til í að bjóða nokkur prósent í kjarasamningum til að koma í veg fyrir frumvörp Eyglóar. Eða hvað???? 

Svo er spurningin hvort Eygló fái stuðning frá Sigmundi Davíð.  Það er ekki öruggt. Hnífstungurnar eru klassískar í Framsókn.

laugardagur, 23. maí 2015

Á Moskan að fara til Íslands?? Je suis un homme de Paix

Það er gott að fleiri koma með þessa hugmynd en ég ( í bloggi í vikunni) auðvitað á að senda innvolsið hið listræna til Íslands byggja fallegt hús utanum og þá er komin moskan sem reisa á í Reykjavík. Þar sem Islamtrúar fólk getur stundað sína trú og félagsstarf. Óþarfi að blanda kirkjunni inn í það. Það er eins og aðalatriði hjá mörgum sé að fá eitthvað sem leiði til átaka og ófriðar, jafnvel fjöldamorða. Ég er of mikill friðarsinni til að taka þátt í því!