Hann sagðist sannfærður um að þrátt fyrir vinsamlegar yfirlýsingar ýmissa forráðamanna Evrópusambandsins hefðu þeir ekki raunverulegan áhuga á að semja við Íslendinga. Hann vísaði til þess að Norðmenn hefðu tvívegis hafnað ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og sagði forsvarsmenn sambandsins ekki vilja eiga þriðju höfnunina yfir höfði sér.
Nú segir Forseti Íslands.
„Ég sagði í þingsetningarræðunni að það væri margt sem að benti til þess að og það væri mín ályktun eftir viðræður við marga og það hefur nú styrkst í þessari heimsókn að af ýmsum ástæðum sem að ég rakti í ræðu minni meðal annars þeirri að ekki væri unnt að ljúka viðræðum nema að ljóst væri að verulegur stuðningur væri meðal Íslendinga fyrir aðild. Því það er á vissan hátt óábyrgt af okkur sem þjóð að fara í alvöru, að fara í viðræður við alvörusamband eins og Evrópusambandið svona í einhverjum leikaraskap bara til þess að kanna nú hvað við kannski fengjum út úr því. Við verðum að passa okkar orðspor sem þjóð og sem lýðveldi að þegar við sækjum um inngöngu í aðildarsamband eins og Evrópu þá meinum við það í alvöru. Og það var það sem kanslarinn sagði í gær að ef að þjóðir meintu það ekki í alvöru þá ætti ekki að vera að eyða tímanum.“
Er þetta ekki að fara í kringum talað orð?
Erum við ekki í vanda?
Auðvitað erum við í vanda. En hann er ekki ný til kominn. Við erum búin að draslast með þennan vanhæfa forseta í nær 16 ár. Stóri vandinn í dag er Kögunarstrákurinn og hillbillarnir sem urðu ráðherrar úr röðum Maddömurnnar. Það er hið mikla áhyggjuefni.
SvaraEyðaEn ekki forseta ræfillinn.
Haukur Kristinsson