mánudagur, 1. júlí 2013

Fótbolti: Þegar heimurinn umhverfist í ballett

Mikið var gaman að sjá Brassana dansa yfir Spánverjana í kvöld.  Það er undirfurðulegt þegar boltinn umhverfist í ballett og list.  Allt í einu verður nýr heimur til fyrir augum okkar. Nýjar stjörnur sem glitra, Meyamar og varnarmaðurinn Louis, markmaðurinn Julio Cesar.  Evrópubúarnir áttu aldrei möguleika.  Krafturinn og leiknin í andstæðingunum var ótrúleg.   

Ég nenni ekki svo oft að horfa á boltann nú orðið.  En í kvöld var það þess virði.  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli