sunnudagur, 7. júlí 2013

Sigurður Ingi: aum innkoma í ráðherrastól

Ein aumasta innkoma í ráðherrastól ever hlýtur að vera frammistaða Sigurðar Inga Jóhannssonar. 

Seinasta afrekið er að taka burt ákvörðun Steingríms Jóhanns um bann við hvalveiðum á svæðum í Faxaflóa þar sem Hvalaskoðunarskipin athafna sig sem mest.  

„Við erum vægast sagt ósátt við þessa ákvörðun. Við höfum áhyggjur af því ef það fer í fyrra horf að þeir komi hérna með báða hrefnuveiðibátana og veiði svona 2-4 mílur frá hvalaskoðunarbátunum eða hvalaskoðunarsvæðinu. Svo það áhyggjuefni því við höfum fundið fyrir því síðustu árin að hrefnan verður alltaf styggari og styggari. Það er búið að vera minna af henni,“ segir Rannveig sem líka er framkvæmdastjóri Hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar í Reykjavík. 

Það er einn ráðherra sem á að vera með pennann á lofti engu skiptir margra mánaða starf nefndar ráðuneytis hjá fyrrirrennara hans: 

Það gleymist svolítið í þessari umræðu að Steingrímur hafi sett svæðin á síðustu stundu þegar hann var að hætta. Hann var búinn að vera með nefnd í gangi í allan vetur sem var búin að kalla til sín alls konar fólk sem hefur vit á málinu. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að stækka þyrfti svæðin og þeir lögðu raunar til ennþá meiri stækkun en Steingrímur fór í. Svo við erum mjög ósátt við það að það sé í raun verið að gera raunverulega störf nefndarinnar að engu. Þarna sat fólk bæði frá hvalveiðimönnum og hvalaskoðun og aðrir sem höfðu vit á,“ segir Rannveig.

Fræg eru ummæli hans um umhverfisráðuneytið þótt hann hafi neyðst til að draga í land ýmislegt. En þetta sagði hann í vor: 

Umhverfismálin eru stór hluti af atvinnulífinu og það væri án efa hægt að auka samlegðaráhrif á milli umhverfisráðuneytisins og annara ráðuneyta. Margir málaflokkar hafa færst yfir í umhverfisráðuneytið á síðastliðnum árum sem í einhverjum tilvikum hefur orðið til þess að regluverkið er orðið flóknara en það þarf að vera.

Já, það er atvinnulífið sem blívur, kollvarpa á áratugavinnu í mótun umhverfismála á landinu, allt til að selja orku á gjafvirði.  Því annað er ekki á stöðunni á næstu árum.  Það vita allir sem hafa fylgst með efnahagsmálumí heiminum. 

Um auðlindaákvæðið í stjórnarskránni var hann ekkert í vafa á Alþingi:

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi tillögu um auðlindaákvæði í stjórnarskrá í umræðum á Alþingi. Hann sagði að ákvæðið væri liður í að koma á sósíalísku hagkerfi Vinstri grænna, nokkurra Samfylkingarmanna og Stjórnlagaráðs -

Hann hefur fylgt þessari hugmynd sinni vel í ráðherrastól , borið fram veiðigjaldslækkanir með heiðri og sóma þar sem auðvitað á að vernda auðlindirnar fyrirsósíalistum, það er einkaeignin sem blívur, það sem maður á, má maður. Reka fjölmiðil með tapi, stunda hlutabréfabrask sem endar með ósköpum, koma peningum í felur á góseneyjum.  

Svo er annað mál hvar eigi að fá peninga fyrir heilbrigðis- mennta og velferðarmálum. Það er allt annað mál hefur ekkert að gera með veiðgjald!!!  Den tid den sorg eins og Danskurinn segir.  Þótt allt bendi á vasann okkar meðalskattgreiðenda. 

Já lesandi góður við höfum aldeilis fengið happ í hendi að fá þennan baráttumánn í raðherrasætið. Voandi að hann endi ekki eins og seinast dýralæknirinn okkar þar. 






Engin ummæli:

Skrifa ummæli