sunnudagur, 1. september 2013

JBH

Ég veit ekki hvort ég eigi að hafa skoðun á JBH.  Og þó. Ekki hef ég séð að hann hafi beðið almennilega afsökunar.  Í dag fer hann fram úr sjálfum sér í grein í Fréttablaðinu, sýnir hroka, sýnir siðleysi .   

Ég fór og rifjaði upp helstu þætti þessa máls sem um ræðir.  Ég hafði verið illa að mér í mörgum þáttum þessarar sorgarsögu fjölskyldunnar.  En um daginn þegar ég var á læknabiðstofu rakst ég á Nýtt líf.  Mér varð eiginlega bumbult. Miður mín.  Það er ekki verið að ofsækja hann.  Orðið dómgreindarleysi á ekki við, það er eitthvað langtum sterkara. 

Þess vegna finnst mér að hann hafi ekki erindi inn um ungt fólk í HÍ.   Mér er sama hvað fólk segir um dómstóla og sakleysi.   Hann er sekur um slæm brot í samskiptum.  Hann skrifaði bréf til ungrar stúlku sem ennþá var barn samkvæmt laganna hljóðan, hann uppgekkst hana á þann hátt sem maður umgengst ekki börn.  Ég styð þessa ungu konu sem lenti í krumlum hans, þótt hún væri mörg ár að uppgötva sárin sem hann olli henni.  Hann brást okkur sem embættismaður, sem ættingi, sem uppalandi.   

Svo hann á ekkert erindi í kennslu í HÍ, jafnvel þótt hann viti margt.  Hann er klár, gáfaður, greindu. Það er ekki nóg.  Ég vona að hann sættist við sína nánustu.   Ég vona að hann sýni iðrun. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli