þriðjudagur, 27. ágúst 2013

Jón Gnarr: Hrekkjavakan nálgast.....

Jón Gnarr ber af, hann gerir það ekki endasleppt. Hann ætlar að láta okkur vita á Hrekkjavökunni hvað hann ætlar að gera
með sinn pólitíska frama.  Við bíðum spennt, þegar hann stígur fram í sviðsljósið íklæddur alvöru Hrekkjavökubúningi:  Kufl og gríman fræga.  Eins og í góðri hryllingsmynd.   Við bíðum spennt þetta verður uppákoma Haustsins.  Og auðvitað vill hann gleðja okkur áfram.
 „Ég er alvarlega að íhuga málið," sagði Jón í samtali við fréttastofu í dag.
Og borgarbúar munu fagna eins og vera ber. Þeim finnst gott að hafa borgarstjóra sem hugsar alvarlega um málin, ekkert grín.  Og þeir verðlauna með sjóheitum atkvæðum. Vonandi verða örlög hans ekki eins og margra persóna í góðum Hrekkjavökumyndum.  Hann á það nú ekki skilið.   

Við hlökkum til Hrekkjavökunnar.  Við bíðum spennt eftir úrskurði Jóns, eins og skáldið sagði: Each player must accept the cards life deals him or her: but once they are in hand, he or she alone must decide how to play the cards in order to win the game. 

Hver þátttakandi verður að sætta sig við spilin sem lífið veitir honum; en þegar hann hefur þau á hendi þá er það hans að ákveða hvernig hann spilar úr þeim til að vinna.



 


1 ummæli:

  1. Við það sem skáldið sagði mætti bæta; .....how to play the cards in order to win the game, without cheating.
    Og það gerir Jón ekki, hann er heiðarlegur, ólíkur fyrirrennurum sínum.

    Áfram Jón Gnarr, "go for it"!

    Haukur Kristinsson

    SvaraEyða