Enn á ný er Angela Mamma Menkel í stólnum, það eru fáir stjórnmálamenn sem geta státað af því seinustu árin. Hún þorir að segja nei, hefur gamaldags gildi, og klæðir sig smekklaust. En mikið er hún nú geðslegri en Járnfrúin var í Bretlandi. Það er nú ekki svo að ég færi að kjósa hana ef ég hefði rétt til þess, grunngildi okkar eru ansi mikið ólík.
Meira að segja nakin (er myndin fölsuð eða ekki) er allt í lagi með hana. Enda er sú mynd frá Austur-Þýzkalandi þar voru alltaf allir naktir eins og við vitum öll!!!! Ég las einhvern tíma að Berlínar Filharmonían hefði sent henni ársmiða að tónleikunum, hún sendi greiðslu fyrir miðunum tveimur til baka. Sagðist hafa efni á því að borga. Auðvitað er þetta haugalygi (eða ekki) en þetta sýnir hvaða sýn fylgjendur hennar hafa á henni.
Það er nú líka merkilegt að Die Linken (kommarnir eins og sumir segja) sé orðinn þriðji stærsti flokkurinn í Þýskalandi. Fyrir ofan Græna og Frjálslynda. Einhvern tíma hefði það þótt merkileg tíðindi. Og Píratarnir skora ekki hátt um 2 prósent.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli