Það er fróðlegt og skrítin reynsla að lesa lýsingu Benedikts Gröndal í Dægradvöl á lífi fólks og barna á Álftanesi fyrir tæplega 200 árum. Bæði er það að skrásetjari var furðulega samsettur maður, dómar um fólk eru oft á tíðum harkalegir og neikvæðir, lífið var líka ekki auðvelt, allir þurftu að táka þátt í því að draga björg í bú; svo er hitt að næmi hans sem skálds og náttúruunnanda gefur manni sýn á ótal margt í lífi 19. aldar fólks.
Hann lýsir staðháttum og umhverfi í byrjun bókarinnar í þessum einstöku orðum þar sem stílsnilld og náttúrutilfinning ríkja:
Hér er hann auðvitað að lýsa hrauninu sem Hraunvinir hafa reynt að verja fyrir þrælum kerfis og auðmanna. Rúmum hundrað árum seinna átti annar listamaður oft leið um þennan stað. Hann hafði einnig þetta auga, þessa sýn. Að sjá fegurðina, formin, litina í hrjóstrugu landslaginu. Hann átti stóran þátt í því að móta sýn okkar á fegurð landsins. Að skynja hið dásamlega í hinu grófa og fráhrindandi. Það var Jóhannes Kjarval, við vorum minnt á þetta um daginn þegar verk hans af Gálgahrauni var selt á uppboði í baráttuvikunni.
Mikið var frjótt og menningarlegt mannlífið umhverfis Bessastaði á þessum tíma. þrátt fyrir fátækt og misjöfn kjör fólks. Þarna varð til íslenskan eins og við þekkjum hana, þarna var upphaf að flestum fræðigreinum og listum. Það var ótrúlegt hvað ungir karlar lögðu á sig til að læra tungumál og ýmis önnur fræði án skipulegrar menntunar. Þess væri óskandi að svona mannlíf væri þarna enn til staðar. Nú er sérgæzkan og eiginhagsmunir ríkjandi. Valdahroki og græðgi ráða ríkjum, því er fátt sem hægt er að varðveita fyrir slíkum kújónum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli