Það er sorgardagur hjá mörgum í dag, ekki bara þeim sem misstu vinnuna, fjölskyldum þeirra og vinum. Heldur þeim löndum sem vita að með niðurskurði á RÚV er verið að vega að skoðanafrelsi okkar. Það er tilgangurinn að koma í veg fyrir góða fréttamennsku, opna umræðu og skoðanaskipti. Slík fréttamennska fer ekki fram á Bylgju eða öðrum svokölluðum frjálsum fjölmiðlum. Eigandinn er þar alltaf á bak við starfsmennina og bankar í öxlina og veifar uppsagnarbréfinu. Þannig ástand vill íhaldið hafa á ríkisfjölmiðlum. Starfsfólk með ótta í augum.
Margir héldu þegar Vigdís tók að tala um niðurskurð á ríkisfjölmiðlunum á sinn heimskulega hátt að það væru viturlegri samstarfsmenn við hliðina á henni, hófsamari og hæfari. En auðvitað var það blekking.
Þetta eru asnar, Guðjón, sagði skáldið.
Þannig er það. Níðstangirnar verða margar. Fý, segi ég.
Arndís Björk Ásgeirsdóttir, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Halla Steinunn Stefánsdóttir, Steinunn Harðardóttir, Linda Blöndal, Guðfinnur Sigurvinsson, Gunnar Stefánsson, Sigríður Pétursdóttir, Dagur Gunnarsson, Atli Freyr Steinþórsson, Brynhildur Björnsdóttir, Kristín Eva Þórhallsdóttir, Guðni Már Henningsson, Anna Sigríður Einarsdóttir, Ingi Þór Ingibergsson, Kristinn Evertsson, Þorsteinn Guðmundsson, Lana Kolbrún Eddudóttir.
Útvarp Reykjavík eru rústir einar.
Útvarp Reykjavík eru rústir einar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli