miðvikudagur, 25. desember 2013

John Grant: Okkur til sóma

Íslandsvinurinn góði, John Grant, er okkur aldeilis til sóma. Diskur hans Pale Green Ghost er víða í tölu bestu diska ársins hjá ekki ómerkilegri tímaritum en Mojo, Guardian og Uncut.  Með honum eru líka íslenskir tónlistarmenn, snillingurinn Guðmundur Pétursson. Jakob Smári bassaleikari, Arnar Ómarsson og Sigurður Bjarki sellóleikari  og  hljóðblandarinn góði, Biggi Veira!!

Já, lesendur góðir, þessir nýbúar koma mörgu góðu til leiðar, sumir halda að þetta séu bara óalandi sílepjandi sníkjudýr  Það er öðru nær.  Atvinnuhlutfall þeirra er yfirleitt hærra en landanna í löndum umhverfis okkur. Þar sem fólk hittist af ótal þjóðum þar er bjart og hlýtt !!!! Fjölmenningin blívur.

Það er gaman að lesa jákvæðar og lífgandi fréttir, listageiri okkar er lifandi sem aldrei fyrr.  Hvað sem yfirvöld gerar!!!  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli