sunnudagur, 15. desember 2013

John le Carré í sjónvarpinu: Merkur höfundur og aldafarsrýnir

Góð, dularfull, flókin, það er mynd Tomas Alfredsons um spæjarana í kalda stríðinu, Tinker, taylor, soldier spy.   Þeir
gætu nú fundið skáldlegra nafn á RUV en Kaldastríðsklækir. Þessir rúnum merktu andlit breskra stórleikara með vindlinginn í munnvikinu og viskýglasið í hendinni gera þetta svo trúverðugt og flækjurnar reyna ansi mikið á heilann.  

Það er merkilegt að hafa fylgst með þessum rithöfundi og kvikmyndagerðum hans í hálfa öld.  Allt frá Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum til Tinker Taylor.  Ég hef lesið flestar bækurnar ef ekki allar.  Karla serían er mögnuð og ein og ein eftir það, ekki allar.  Og serían með Alec Guiness er með betri sjónvarpsseríum. 

 Þeir sem upplifðu ekki Kalda stríðið ættu að lesa eitthvað af þessum bókum. 24 árum á eftir því að það og andrúmsloftið sem fylgdi því ansi fjarlægt.  En Le Carré hefur líka gert góðar bækur síðar.  Constant Gardener sem fékk frábæra kvikmynd líka.  Absolute Friends, Our kind of traitor svo einhverjar séu nefndar. Hann er enn að skrifa á níræðisaldri. 

Eflaust hafa einhverjir geispað yfir myndinni í kvöld, en þeir sem sökktu sér í andrúmsloftið og hin mannlegu örlög og furðulega klæki á þessum tíma hafa haft það gott.  Ég gerði það minnsta kosti.  Þetta var ansi góð mynd. 

Fyrir nokkuð mörgum árum gekki ég um svæðið umhverfis Lands End á Cornwall, ég vissi ekki að þar á David Cornwell landsvæði allstórt.  En það er réttnefni le Carrés.  Kannski hef ég labbað á landareign hans.  Svona er lífið skrýtið.   


Engin ummæli:

Skrifa ummæli