Maður ársins. Þetta hljómar alltaf eitthvað svo vafasamt. Hvernig er hægt að kjósa slíkt eða velja slíkt. Samanborið þegar Obama fékk friðarverðlaun Nóbels eða Churchill fék bókmenntaverðlaun nóbels.
Nú segir merkir menn að maður ársins hjá okkur sé formaður eins stjórnmálaflokks landsins. Um leið eigum við að gleyma öllu sem þessi maður hefur gert seinustu árin. Hvernig á að meta???
Hann stóð við loforð, ætli það þyki merkilegt af stjórnmálamanni, þótt það hafi ekki verið í samræmi við það sem hann hann hafði lofað. Hann fékk samstjórnarflokk sinn til að lúffa með smámál sem stjórnarandstaða hafði haldið fram. Hann var með fallegasta skópar ársins. Þetta eru plússarnir.
En við eigum að gleyma öllu öðru, frammistöðu hans fjögur seinustu árin stanslaus illyrða og glamuryrðaflaumur, kvart og kvein við gagnrýni, skipulagsleysi í ráðuneyti hans, vafasamt samstarf við forsetann sem er utan við ramma stjórnarskrár, draumaheimur ráðherrans utan veruleikans, eins og Walter Mitty. Hefur fært framsóknarflokkinn langt yfir á hægri vænginn. Leyfir útlendingahatri og menningarfjandskap að vaða upp í flokk sínum. Nokkrir mínusar.
Ég held að við eigum að hvíla stjórnmálamenn á þessu sviði. Þótt Jón Gnarr sé sá eini sem kæmi til greina. Maður sem þorði að fara nýjar leiðir. Hugsar óhefðbundið. Hefur ekkert tengst Hruninu sem ekki er hægt að segja um þann fyrrnefnda.
En það er fjöldi fólks utan þessa geira sem á skilið að verða menn ársins. Anita Hinriksdóttir , sem sveiflaði sér inn í þjóðarsálina, eins og forsetinn myndi segja. Benedikt Erlingsson sem dansar um menningarsviðið eins og enginn annar, hneggjar og fær sér sopa úr pytlunni. Starfsfólkið á RÚV sem var sparkað, varð fyrir barðinu á menningarleysi Ríkisstjórnarinnar og þrælslund Páls Magnússonar.Sjúklingarnir á Ríkisspítalanum sem hafa ekki komist í aðgerð á árinu. Atvinnuleysingjarnir sem þurftu að bíða eftir desemberuppbótinni. Fréttamennirnir í Kastljósinu sem hleyptu af stað umræðunni um Kynlífsmisnotkunina sem var þagnarmál hjá okkur.
Já, lesendur góðir, það væri gaman ef landinn gæti sýnt það sem hann hefur oft gert að velja sannkallaður alþýðuhetjur sem menn ársins. Það væri gott í skammdeginu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli