þriðjudagur, 31. desember 2013

Sinead O´Connor og Nýárskveðja ......

Sinead O´Connor á RÚV á gamlársdagsmorgni, það hefð nú verið flottara að sjá hana taka Prinsinn en það er Grant sem er tengdasonur Íslands svo hann fær að ráða. 

En mikið var gaman að sjá hana með dóttur sinni og tattúunum. Sinead hefur tekið marga skrítna lífsspretti, trúar ástar og hugmynda, hún er engum lík. 

 Á mínu heimili sameinuðust allir í aðdáun okkar á henni og Prince líka. Ætli þetta hafi ekki verið um 1990.  Hér fyrir neðan eru þrjú lög: Nothing Compares to You, lag Johns Grant Queen of Denmark og Silent night. 

Svo óska ég öllum gleðilegs nýárs.  Megið þið lifa í sátt við ykkur sjálf og aðra.  Ég hugsa að Sinead geti tekið undir þetta. Góðar stundir. 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli