mundir. Svo sagði mér einhver að frönsk kvikmyndavika væri að byrja bráðum.
Ég byrjaði á American Hustle sem er ein af myndum sem nefnd hefur verið í sambandi við Óskar í ár og hún fékk 3 Golden Globe verðlaun núna í vikunni.Hustle þýðir brask eða svindl, það er líka vel við hæfi að nefna myndina American Hustle, því það er fjallað um svindl; í mannlegum samskiptum, í fjármálum, stjórnmálum og svo framvegis. Það er athyglisvert að tvær myndir sem hafa vakið mikla athygli og fjalla um fjármálaspillingu hafa náð huga almennings um þessar mundir, hin myndin er Wolf of Wall Street sem Martin Scorsese leikstýrir, sem er víst hrikaleg lýsing á græðgi og ólifnaði peningamanna fyrir Hrunið. Það sannast vel að margur verður af aurum api. Það má benda á að þessar myndir hafa fengið helmingi meiri aðsókn í Norður-Ameríku en mynd Íslandsvinarins Ben Stillers The Secret Life of Walter Mitty, sem er endurgerð á mynd Danny Kays sem sýnd var í Tjarnarbíó fyrir rúmlega hálfri öld sem ég sá. En á Íslandi held ég að Stiller vinni aðsóknarsamkeppnina það voru ansi fleiri að fara að sjá hana í Kringlunni í dag klukkan sex.
En þá er kominn tími til að minnast á myndina sem ég sá, Amerískt Svindl. Söguþráðurinn er flókinn til að endursegja hann og svo er gott að vita ekki mikið.... Þetta er ansi mögnuð mynd, hún heldur manni föstum allan tímann, tvo og hálfan tíma. Þó byggist myndin fyrst og fremst upp af samtölum, en handritið er svo vel gert, samskipti persónanna svo trúverðug, það eru allur skali mannlegra tilfinninga, sorg, reiði, gleði og grín, en David O Russell leikstjórinn skrifar handritið með tveimur öðrum. Og leikurinn, drottinn minn dýri, hann var ótrúlegur, ansi margar persónur og mikil átök andleg aðallega. Russell er þekktur fyrir stjórn sína á leikurum og nota sömu leikara aftur og aftur. Hér eru það, Christian Bale, sem eru óþekkjanlegur frá fyrri myndum, virðist hafa bætt á sig tugum kílóa, Bradley Cooper, Amy Adams, Jeremy Renner og Jennifer Lawrence, öll eru þau frábær. Svo bregður Robert De Niro fyrir í smáhlutverki Mafíustjóra. Dregin er upp skemmtilega ýkt mynd af vestrænni menningu og tónlist rétt fyrir 1980. Myndir er djörf, stundum óþægileg, kemur við mann, og mörg atriði sitja í minninu.
Ég hef ekki séð margar myndir Russells, ég sá Three Kings, áleitna mynd um Írak stríðið fyrir mörgum árum en það er öruggt að ég þarf að sjá fleiri, The Fighter, Silver Lining Playbook.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli