föstudagur, 21. febrúar 2014

Engar ESB umræður: Hvað svo ?????

Ég sagði hvað svo?   Þegar einangrunarsinnar hafa tekið völdin á Íslandi?

Þegar við höfum sagt bless við lönd sem kaupa 80% af framleiðslu okkar? 

Við erum í EES, en þar höfum við vikið frá grunnsetningum þess og ESB. 

Ætli okkur gangi betur í viðræðum um fisktegundir og aflamagn?

Erum við betur umkomnir með vinum í austri??? Rússland, Kína?  Viljum við hafa forseta sem á frekar heima í erlendum höfuðborgum en á Bessastöðum.  

Verður lífið betra þegar búrarnir hafa tekið völdin?

Við virðumst njóta þess að hafa Pétra Þríhrossa yfir okkur, sem sparka í okkur og sproksetja.  

Útgerðarmenn, lífeyrisstjóra og bankafola. Við komum bugtandi og beygjandi okkur í von um smágjaldeyri og sporslur.  Þannig er gott að lifa á Íslandi. 





Samt þakka ég auðmjúkur þetta sem ég hefi fengið,
en þrálát og áleitin spurning um sál mína fer:
Er stríðinu lokið? Er loksins til þurrðar gengið
það litla af ærlegri hugsun sem fannst hjá mér?

Sjá, hér er minn staður, mitt líf og mitt lán,

og ég lýt þér, mín ætt og mín þjóð.
Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán,
mín skömm og mín tár og mitt blóð.



 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli