miðvikudagur, 19. febrúar 2014

Gunnar Bragi: óbilgjörn stækkunarstefna

óbilgjörn stækkunarstefna, sagði utanríkisráðherra á alþingi, skrítið orð stækkunarstefna, er það sama og útrásarstefna???  ef það eru einhverjir sem myndu nota þetta orð þá væru það rússnesk yfirvöld. Það er sorglegt hversu þessi ráðherra og margir aðrir eru án
sögu, saga mannkynsins, saga Evrópu er einhvern veginn ekki til í heilabúum þeirra.  

Hvers vegna var ESB stofnað ?  Hver er forsaga þess?  Er það sem við þurfum ekki að velta fyrir okkur? Evrópustríðin miklu, fátækt og eymd eftir seinni heimsstyrjöld, spurning um markaði og efnahag.  Allt er þetta sem hefur ýtt á þessa þróun.  
Hvers vegna vilja lönd sem liggja að Rússlandi frekar samstarf við ESB en stóra grannann sinn?  Hvers vegna er svona mikil fjölbreytni innan þess? Hvers vegna liggur leið þeirra sem eiga bágt, búa við eymd og fátækt til Evrópu?   Eru Danmörk og Svíþjóð búin að tapa öllum sínum sérkennum?  Af hverju megum við ekki sjá endanlegan samning til að greiða atkvæði um?  Sjá hvernig sérstaða okkar er metin? 

Himinn og haf; sýnd og veruleiki, hagsmunir á sjó og landi; eru það ekki við sem þurfum að setjast niður og hugsa,  fáum við endalaust allt fyrir ekkert, einu sinni áttum við stóran bandamann, sem við gátum att gegn Evrópumönnum, þegar það hentaði okkur, en ..... svo fengu þeir nóg og fóru bara, fóru.  Kannski gerist það sama bráðum með ESB þeir eru orðnir þreyttir.  
Hvað blasir þá við?  Rússland?  Kína?  Þeir eiga ekki gott sem lenda í slíkri stöðu, Úkranía, Kúba, Austur-Afríkuríki.  

Er óljóst með þróun efnahagsmála í ESB?  Er það ekki við sem ættum að hugleiða ?   Eru það
ekki við sem erum ráðvillt, látum valdagírugan forseta draga okkur á slóðir þar sem aðrir drottna.  Setjum óhæfa stjórnmálamenn í hæstu stóla.  Óbilgjörn stækkunarstefna, sagði hann. Þið vitið hver....... Fátt vitrænt í sjónmáli.  

Gunnar Bragi sagði þrennt skýra þetta, í fyrsta lagi væri það óbilgjörn stækkunarstefna Evrópusambandsins, í öðru lagi að himinn og haf væri milli sýndar og veruleika þegar kæmi að hagsmunum á sjó og landi, og loks væri þróun í efnahagsmálum Evrópusambandsins mjög óljós.(ruv.is)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli