Það var þjóðhátíðarstemmning í miðbænum í gær.
Veðrið var svo gott, sólin blindaði, og þjóðin hafði lagt leið sína í bæinn til að lýsa því yfir að það væri hún sem hefði endanlegt ákvarðanavald.
Sem ýmsir stjórnmálamenn gleyma um leið og þeir eru komnir til valda.
Kannski sátu þeir inn á einhverjum hástéttarbörum og horfðu óttslegnir út á milli rimlagardína. Ég veit það ekki.
Stjórnmálamenn sem dettur í hug að þeir geti lofað svona til vonar og vara ef þeir lenda í samingaviðræðum við ákveðna flokka, þeir skilja ekki eðli og innihald lýðræðis.
Þess vegna er nauðsynlegt fyrir fólkið til að láta vita af sér.
Það var gert í gær á Austurvelli. Það var bjart yfir öllum og allir sögðu: Hér er ég.
Heilsuðu upp á vini og kunningja. Kaffihúsið urðu yfirfull eftir fundinn.
Svo er að sjá hvað gerist. Maður býst ekki við miklu af þessum herrum.
Það er ekki víst að við séu að upplifa vor, vor þjóðarinnar.
En í gær var þjóðhátíðarstemmning í bænum!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli