Öðru hverju verður maður að hvíla sig á ráðherrum og þingmönnum.
Annars yrði maður búinn að vera.
Fyrirlitningin gagnvart almenningi er einstök. Hvort sem talar Gunnar Bragi eða Birgir Ármanns, Ragnheiður Elín eða Illugi Gunnars. Kjósendur eru í þeirra augum fífl........
Ég slökkti á Kastljósi í kvöld. Þið vitið af hverju.
Svo mættu þeir sjóðheitir formennirnir í dag og verða ennþá heitari á morgun.
Höfuðstólarnir sem á að borga með skattpeningi. Ráðherrastólarnir sem gliðna í sundur.
Enn er verkfall og þau verða fleiri.
Grunnhugmyndirnar um lífið eru oft svo merkilegar, hjá þeim öllum.
Heimssýnin svo grunn, þekking á nágrannalöndum okkur ótrúlega götótt. Sýndarveruleikinn allsráðandi.
Svo hvíld er góð. Svo góð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli