þriðjudagur, 17. júní 2014

Brasilíuveislan: Þjóðverjar og Ghanamenn mínir menn

Enn kemur Brasilíuveislan manni á óvart.  Þjóðverjar sýndu þvílíkan leik í dag að Portúgalar urðu agndofa og gerður lítið og smátt.  4-0.  Það á margt eftir að gleðja mann.  Að vinna með 4 mörkum á svona móti er töluvert eins og 5-1 hjá Hollendingum á móti heimsmeisturum.  

Svo var sorglegt í kvöld að horfa á endalausa baráttu Ghanamanna gegn Heimsveldinu.  Svo þegar þeir loksins jöfnuðu, þá héldu þeir áfram að spila sóknarleik.  Og Bandaríkjamenn laumuðu einu í viðbót inn.  Við fengum að sjá Íslending í bandaríska liðinu.  Hann verður að leika betur til þess að einhver taki eftir honum.  En Ghanamenn voru mínir menn í dag.  

Knattspyrna er ekki leiðinleg á degi sem þessum.  Svo heyrði ég að Íranar hefðu náð jafntefli við Nígeríumenn sem eiga marga jaxla.  

Ætli verði rigning á Þjóðhátíð?   Ætli það ekki......En ég hef álika vit á veðri og fótbolta.......




Engin ummæli:

Skrifa ummæli