fimmtudagur, 24. júlí 2014

Brynjar Níelsson á bágt

Já, hann á bágt, hann Brynjar Níelsson.  Að tilheyra hægri öfgamönnum.  En það er kannski erfitt að komast hjá því að vera í þeim hópi þegar aðaltalsmenn hans eru Hannes Hólmsteinn, Davíð og Brynjar.  Ætli það sé ekki þess vegna að frjálslyndir hægri menn eru farnir að hugsa sér annan
félagsskap og flokk.  

Það eru að vísu til vinstri öfgamenn, en þeir hafa neglt sig lengst uppi í horni. Sumir halda jafnvel að þeir finni sannleikann hjá Pútín. Sem hafa gleymt því að áður fyrr töluðum við um rétt fólksins að velta hættulegum stjórnendum.  Það eru líka margir sem voru eitt sinn eflaust kallaðir öfgavinstrimenn sem hafa komið sér í burtu.  Og finnst betra að stunda mannúðarmál , styðja þá sem erfitt mega sín hvar sem er í heiminum.  Þeir eru fremstir í fylkingu í mannréttindamálum, þess vegna sinna þeir réttindum flóttamanna og innflytjenda.  Þeir skiptast í flokka í ESB málinu, sumir eru enn hræddir við breytingar og allt útlent, þess vegna eru þeir samherjar hægriöfgamanna þar.  Aðrir velta hlutunum fyrir sér út frá því með hvaða hluta heimsins við eigum mesta samleið. Þeir vita að við fáum ekki allt með ESB en að mörgu leyti verður ESB vörn gegn öfgafjármálamönnunum íslensku og samherjum þeirra í stjórnmálum, sem eru tilbúnir að varpa okkur aftur fram af brúninni.  Heimurinn er flókinn, það eru engar einfaldar ákvarðanir og leiðir til.  

Þess vegna á Brynjar bágt, eflaust líður honum ekki alltaf vel með HÖ félögum sínum því hann er að sumu leyti með smáneista í skrifum sínum.  Kannski á hann eftir að finna sér aðra samherja. Hver veit.  

 „Ég kann ekki skýr­ingu á þess­ari orðræðu en sýn­ist hún hafi magn­ast veru­lega eft­ir hrun sósí­al­ismanns fyr­ir 25 árum. Og það sem er merki­leg­ast að það virðast ekki vera til öfga­vinstri­menn í heim­in­um, alla­vega ekki um þess­ar mund­ir. Ekki einu sinni þótt vinstri menn strá­drepi fólki víða um heim í nafni bylt­ing­ar­inn­ar.“
Þannig rit­ar Brynj­ar Ní­els­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á Face­book-síðu sína í dag. Furðar hann sig þar á að hægri­menn séu í umræðum hér á landi gjarn­an kallaðir öfga­menn en að sama skapi sé ekki talað um öfga­vinstri­menn. Þá sé nokkuð áber­andi í „mál­flutn­ingi ákveðinna manna hér á landi að þeir sem ekki eru sam­mála þeim eru öfga­menn.“
Brynj­ar tek­ur sem dæmi í því sam­bandi umræðu um Evr­ópu­mál og inn­flytj­enda­mál. „Þeir sem eru þeirra skoðunar að ein­hverj­ar regl­ur eigi að gilda um inn­flytj­end­ur eru ekki bara öfga­menn held­ur ali á andúð og hatri gegn út­lend­ing­um. Þeir sem ekki vilja ganga í ESB eru öfga­menn og ein­angr­un­ar­sinn­ar. Kveður svo ramt að þessu í seinni tið að hægri menn eru nán­ast all­ir öfga­menn.“

Engin ummæli:

Skrifa ummæli