félagsskap og flokk.
Það eru að vísu til vinstri öfgamenn, en þeir hafa neglt sig lengst uppi í horni. Sumir halda jafnvel að þeir finni sannleikann hjá Pútín. Sem hafa gleymt því að áður fyrr töluðum við um rétt fólksins að velta hættulegum stjórnendum. Það eru líka margir sem voru eitt sinn eflaust kallaðir öfgavinstrimenn sem hafa komið sér í burtu. Og finnst betra að stunda mannúðarmál , styðja þá sem erfitt mega sín hvar sem er í heiminum. Þeir eru fremstir í fylkingu í mannréttindamálum, þess vegna sinna þeir réttindum flóttamanna og innflytjenda. Þeir skiptast í flokka í ESB málinu, sumir eru enn hræddir við breytingar og allt útlent, þess vegna eru þeir samherjar hægriöfgamanna þar. Aðrir velta hlutunum fyrir sér út frá því með hvaða hluta heimsins við eigum mesta samleið. Þeir vita að við fáum ekki allt með ESB en að mörgu leyti verður ESB vörn gegn öfgafjármálamönnunum íslensku og samherjum þeirra í stjórnmálum, sem eru tilbúnir að varpa okkur aftur fram af brúninni. Heimurinn er flókinn, það eru engar einfaldar ákvarðanir og leiðir til.
Þess vegna á Brynjar bágt, eflaust líður honum ekki alltaf vel með HÖ félögum sínum því hann er að sumu leyti með smáneista í skrifum sínum. Kannski á hann eftir að finna sér aðra samherja. Hver veit.
„Ég kann ekki skýringu á þessari orðræðu en sýnist hún hafi magnast verulega eftir hrun sósíalismanns fyrir 25 árum. Og það sem er merkilegast að það virðast ekki vera til öfgavinstrimenn í heiminum, allavega ekki um þessar mundir. Ekki einu sinni þótt vinstri menn strádrepi fólki víða um heim í nafni byltingarinnar.“
Þannig ritar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sína í dag. Furðar hann sig þar á að hægrimenn séu í umræðum hér á landi gjarnan kallaðir öfgamenn en að sama skapi sé ekki talað um öfgavinstrimenn. Þá sé nokkuð áberandi í „málflutningi ákveðinna manna hér á landi að þeir sem ekki eru sammála þeim eru öfgamenn.“
Brynjar tekur sem dæmi í því sambandi umræðu um Evrópumál og innflytjendamál. „Þeir sem eru þeirra skoðunar að einhverjar reglur eigi að gilda um innflytjendur eru ekki bara öfgamenn heldur ali á andúð og hatri gegn útlendingum. Þeir sem ekki vilja ganga í ESB eru öfgamenn og einangrunarsinnar. Kveður svo ramt að þessu í seinni tið að hægri menn eru nánast allir öfgamenn.“
Engin ummæli:
Skrifa ummæli