föstudagur, 29. ágúst 2014

Eldgos: Náttúruöflin og við

Það er farið að gjósa .... eða ekki.  Norður undir Vatnajökli opnast smá saumur á jörðinni .  Og smáhraunslettur leka út.  Svo stígur hvítur fallegur reykur til lofts.  Þetta er það sem við getum alltaf búist við.  Og oft meira en þetta drit. Það gæti eitthvað stærra og meira gerst í nágrenni Öskju og Vatnajökuls.  Því er eðlilegt að vera á verði.  Þetta er eitthvað sem við stjórnum ekki. 

En um leið munum að þetta er ansi hagstæður staður miðað vð ýmsa aðra.  Hraun hefur runnið yfir Suðurland.  Reykjavík er á gossvæðum.  Reykjanesið er ansi goslegt.   Munum það þegar við gröfum fyrstu skóflustungu þar, eða í nágrenni Húsavíkur. Náttúruöflin eru alltaf sterkari en við.  Við lifum á upp á náð þeirra og miskunn. 

Leikum því ekki með þessi öfl eins og kjánar.  Sýnum þeim virðingu og notum allt okkar hyggjuvit í umgengni við þau.   





Myndir: Höfundur úr Hreppum í Árnessýslu

Engin ummæli:

Skrifa ummæli