Hjónin Jakob Valgeir Flosason og Björg Hildur Daðadóttir frá Bolungarvík eru í 22. sæti á lista DVyfir ríkustu Íslendinganna. DV finnur út ríkidæmi fólks með því að rýna í greiddan auðlegðarskatt. Tekið er fram að tölurnar yfir auð hvers og eins eru áætlaðar hrein eign en viðbótarauðlegðarskattur er ekki tekinn inn í myndina. Samkvæmt úttekt DV eiga Jakob Valgeir og Björg Hildur 460 milljónir króna í hreinni eign. Jakob Valgeir hefur verið umsvifamikill í útgerð í Bolungarvík ásamt öðrum fjárfestingum. Ríkustu Íslendingarnir er Kristján Vilhjálmsson í Samherja og kona hans Kolbrún Ingólfsdóttir en eign þeirra er metinn á rúma 4,7 milljarða.
smari@bb.is
Hérna eru svo gamlar og góðar fréttir úr Morgunblaðinu, hvar annars staðar um afrek þessa sómafólks. Ekki vil ég þeim neitt slæmt!!!!! Það er lítið sem hefur breyst. Viljum við nokkrar breytingar ? Eru ekki margir sem horfa um öxl?
Eigendur Stíms: Gamli Landsbanki afskrifaði og nýi lánaði milljarð
21:26 › 23. nóvember 2010
Landsbankinn gerði ekki athugasemdir við að félag í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar, útgerðarmanns í Bolungarvík, yfirtæki lán vegna kaupa miklu magni aflaheimilda úr þrotabúi annarrar útgerðar. Milljarðaskuldir og afskriftir þeirra væru ekki í höndum Landsbankans, heldur gamla-Landsbankans.
Þetta var meðal þess sem kom fram í ítarlegri úttekt á milljarðafléttum Jakobs Valgeirs í Kastljósþætti kvöldsins. Jakob er þekktastur fyrir aðkomu sína að Stím-málinu sem sætir nú rannsókn embættis sérstaks saksóknara.
Fram kom í Kastljósinu að Jakob Valgeir hafi verið umsvifamikill í hlutabréfaviðskiptum fyrir hrun þó að lítið hafi farið fyrir honum. Fyrir hrun átti ásamt föður sínum í ýmsum félögum á markaði í gegnum nokkur félög. Meðal annars útgerðarfélag sitt, Jakob Valgeir, sem hafði tekið milljarða stöðu í hlutabréfum í ýmsum fyrirtækjum fyrir hrun. Þetta fé tapaðist.
13 milljarða skuldir
Skuldir útgerðarfélagsins Jakobs Valgeirs námu 13 milljörðum króna eftir hrun. Landsbankinn var stærsti kröfuhafi félagsins en Íslandsbankinn átti lægri kröfur. Fram kom í Kastljósinu að Gamli-Landsbankinn hafi ákveðið að leyfa þeim feðgum að bjarga eignum út úr félaginu yfir í annað félag, að því gefnu að þeir yfirtækju skuldir sem veð voru fyrir. Það mun þó einungis átt við lítinn hluta skulda við bankann. Íslandsbanki átti tryggari veð og því enduðu 3 milljarðar af skuldum inni í félaginu Guðbjarti, ásamt eignum Jakobs Valgeirs ehf, verðmætum kvóta og skipi.
Nafnabreytingar
Guðbjartur er annað útgerðarfélag í eigu þeirra feðga en síðan hófst mikil nafnabreyting á félögum þeirra. Guðbjartur fékk nafnið Jakob Valgeir en félagið sem hafði borið það nafn fékk nafnið JV ehf. Í því félagi sátu eftir 7 milljarðar í skuldum sem verða afskrifaðar að því er kom fram í Kastljósinu. Rétt eins og milljarðarnir 20 sem afskrifaðir voru vegna Stíms. Allt mun þetta hafa verið gert með vitund og vilja Gamla-Landsbankans sem taldi sig vera að verjast frekara tapi.
Fléttan með Festar
Fram kom í Kastljósinu að eigendur útgerðarfélagsins Festar ehf. í Grindavík hafi ekki verið eins heppnir og Jakob Valgeir og félagar. Eigendur Festar höfðu skuldsett fyrirtækið vegna kvótakaupa. Samningar náðust ekki við Landsbankann eftir að skuldir félagins ruku upp við hrun. Festar var sett í þrot og selt á útboði bankans í lok síðasta ár. Langhæsta tilboðið sem barst kom frá félaginu Völusteini í Bolungarvík. Viðskiptafélagi Jakobs Valgeirs í Stím, Gunnar Torfason, á Völustein. Völusteinn fékk lán fyrir 80 af kaupvirði Festar hjá Landsbankanum og greiddu út 700 milljónir króna. Fram kom að Festar ehf sé eitt stærsta útgerðarfélagið sem sett hafi verið í þrot og selt eftir hrun.
Þrátt fyrir háværan orðróm um að Jakob Valgeir væri á bak við tilboð Völusteins neituðu allir málsaðilar því. Samt sem áður er nú helmingur aflaheimilda Festar sem seldar hafa verið komnar á báta í eigu útgerðarfélagsins Jakobs Valgeirs auk þess sem einn af bátum Festar er nú skráður í eigu Jakobs Valgeirs ehf. Þessar eignir fékk Jakbob Valgeir Flosason af Völusteini í gegnum nýstofnað félag, B-15, sem keypti í haust félagið Salting af Gunnari Torfasyni. Björg Hildur Daðadóttir, eiginkona Jakobs Valgeirs, er skráð fyrir B-15 en hann sjálfur skráður sem meðstjórnandi.
Milljarðaskuldir og afskriftir eru mál gamla bankans
Kaupverðið var samkvæmt heimildum Kastljóss um einn milljarður króna og var að stærstu eða öllu leyti greitt með yfirtöku lána sem Landsbankinn hafði veitt til kaupa á þrotabúi Festar.
„Áður en þau viðskipti fóru fram hafði félagið Salting skipt um nafn. Það hét áður Völusteinn og var það félag sem keypti Festi. Annað félag sem hét Salting tók svo nafn Völusteins og þar inn fór bátur og aflaheimildir sem Gunnar hafði átt fyrir kaupin á Festi. Í samtali við Kastljós vildi Gunnar ekki gefa upp hversu mikið Jakob hefði greitt fyrir félagið, kvótann í því og bátinn sem áður tilheyrðu Festi. Um hefði verið að ræða yfirtöku skulda. Slíkur gjörningur fer ekki fram án leyfis kröfuhafans, í þessu tilfelli Landsbankans. Gunnar sagði bankann hafa samþykkt viðskiptin,“ kom fram í Kastljósinu.
Haft var eftir Jakobi í Kastljósinu að kaup hans og konu hans hafi ekki verið eingöngu yfirtaka á lánum sem Landsbankinn veitti Gunnari fyrir kaupum á Festum. Hann vildi þó ekki gefa upp hversu hátt hlutfall kaupverðsins hefði verið greitt út. Hann vildi heldur ekki svara því hvers vegna sú leið hefði verið farin að stofna sér félag til kaupana á kvótanum meðan hann væri vistaður í skipum annars félags í hans eigu.
Skuldir Jakobs Valgeirs og félaga honum tengdum við íslenska banka, sem afskrifaðar hafa verið, eru nærri þrjátíu milljarðar sé Stím tekið með. Jakob Valgeir upplýsti í fjölmiðlum í árslok 2008 að skuldir hans og félaga sem honum tengdust við Landsbankann væru 19 milljarðar eftir bankahrun.
Fram kom í Kastljósinu að 7 af þeim milljörðum verða afskrifaðir vegna skulda félagsins sem nú heitir JV ehf. Þá mun einnig þurfa að afskrifa 2 milljarða vegna annars félags, Áls, sem var í eigu Jakobs, en þar hefur þegar farið fram árangurslaust fjárnám. Hvað hina 10 milljarðana varðar mun vera óvíst um heimtur á þeim. Líklega þarf að afskrifa hluta þeirra.
Þrátt fyrir allt sem á undan var gengið setti Landsbankinn sig ekki upp á móti því þegar Jakob Valgeir kom í bankann í þeim tilgangi að yfirtaka lán vegna kaupa á miklu magni aflaheimilda úr þrotabúi annarrar útgerðar. Bankinn ber því við að engar athugasemdir hafi verið gerðar við það. Skuldir og afskriftir félaga hans væru í höndum Gamla-Landsbankans.
Yfirlýsing stjórnarformanns Stíms
Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jakobi Valgeiri Flosasyni, stjórnarformanni Stíms ehf. og er hún birt í heild sinni:
„Vegna mikillar og oft rangrar umfjöllunar fjölmiðla um málefni einkahlutafélagsins Stím ehf. sé ég mig knúinn til að upplýsa um mína eignaraðild og aðkomu að félaginu. Jafnframt hef ég fengið leyfi annarra hluthafa félagsins til að opinbera hluthafalista Stím ehf.
Stím ehf. var stofnað 16. nóvember 2007. Í samþykktum félagsins kemur fram að tilgangur félagsins sé eignarhald, umsýsla, kaup og sala verðbréfa ásamt lánastarfsemi og öðrum tengdum rekstri. Ég hef gegnt stjórnarformennsku í félaginu frá upphafi og er í dag einn í stjórn þess. Samtals á ég 7,5% hlut í Stím ehf. sem ég greiddi fyrir með reiðufé á sínum tíma. Ég vil taka það fram og ítreka að ég fékk ekki lánafyrirgreiðslu fyrir hlutafénu. Ég greiddi hlutaféð með eigin fjármunum. Þetta viðskiptatækifæri var kynnt fyrir mér af starfsmönnum Glitnis og mér boðin þátttaka ásamt fleiri fjárfestum.
Hlufhafalisti Stím ehf:
32,5% Félag stofnað af gamla Glitni sem ætlað var til endursölu
15% Gunnar Torfason
10% SPV fjárfesting hf.
10% BLÓ ehf. - félag að fullu í eigu Óskars Eyjólfssonar
10% Ofjarl ehf. – félag að fullu í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar og Ástmars Ingvarssonar
8,75% Viðskiptavinir Saga Capital fjárfestingabanka
6,25% Saga Capital fjárfestingabanki
2,5% Jakob Valgeir Flosason
2,5% Ástmar Ingvarsson
2,5% Flosi Jakob Valgeirsson.
32,5% Félag stofnað af gamla Glitni sem ætlað var til endursölu
15% Gunnar Torfason
10% SPV fjárfesting hf.
10% BLÓ ehf. - félag að fullu í eigu Óskars Eyjólfssonar
10% Ofjarl ehf. – félag að fullu í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar og Ástmars Ingvarssonar
8,75% Viðskiptavinir Saga Capital fjárfestingabanka
6,25% Saga Capital fjárfestingabanki
2,5% Jakob Valgeir Flosason
2,5% Ástmar Ingvarsson
2,5% Flosi Jakob Valgeirsson.
Stím ehf. keypti hluti í FL Group og Glitni við stofnun fyrir samtals 24,8 milljarða króna. Félagið keypti 3,8% hlut í FL Group fyrir 8,4 milljarða króna og 4,3% hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Glitnir lánaði félaginu samtals 19,6 milljarða króna vegna kaupanna, eða tæp 80%, sem er sambærilegt hlutfall og boðið var í framvirkum samningum hjá bönkum á þessum tíma. Glitnir var með tryggingu í öllum bréfunum. Lánið var kúlulán til tólf mánaða með 20,15% óverðtryggðum vöxtum og 1% lántökugjaldi.
Ég samþykkti að taka þátt í þessari fjárfestingu líkt og aðrir hluthafar og batt vonir við að bréf í bæði FL Group og Glitni sem höfðu lækkað mikið, myndu hækka umtalsvert á næstu tólf mánuðum. Þetta var í samræmi við væntingar á markaði á þessum tíma. Þessar væntingar gengu ekki eftir og hef ég tapað öllu því hlutafé sem ég lagði inn í Stím ehf.
Margar rangar fullyrðingar sem settar hafa verið fram í þessu máli snúa bæði að mér persónulega og félaginu.
Stím ehf. er ekki leynifélag. Félagið var myndað af hópi fjárfesta og í einu og öllu var stofnað til þess samkvæmt íslenskum lögum. Því hefur verið haldið fram að ég hafi fengið greitt fyrir að ljá félaginu nafn mitt. Þetta er alfarið rangt og ég setti eigin fjármuni í Stím ehf.
Ég undrast að bankaleynd í þessu máli hafi verið brotin og það svo gróflega sem raun ber vitni. Það eru mikil vonbrigði. Þetta hlýtur að vera öllum þeim sem stunda fjárfestingar og viðskipti hjá bankastofnunum mikið áhyggjuefni.
Í ljósi þessa hef ég ákveðið að upplýsa um lánastöður fyrirtækja í minni eigu að öllu leiti eða hluta sem eru í viðskiptum við Landsbankann. Samtals er um að ræða sjö fyrirtæki og þar á meðal er fiskvinnslufyrirtækið Jakob Valgeir ehf. sem er einn stærsti atvinnurekandi á Bolungarvík. Um er að ræða erlend lán og miðað við gengi íslensku krónunnar nema lán þessara félaga nú rúmlega 19 milljörðum króna. Fyrir einu ári námu þessar skuldir rúmum 8,5 milljörðum króna. Skuldir þessara félaga hafa því hækkað um rúma 10 milljarða króna á einu ári vegna gengisþróunar.
Að lokum vil ég segja að mér finnst fjölmiðlar hafa farið afar frjálslega með staðreyndir þegar kemur að Stím ehf. og minni persónu í tengslum við félagið. Ég hefði viljað komast hjá því að tjá mig opinberlega um mín persónulegu fjármál en tel mig tilneyddan til þess eftir þær rangfærslur sem ítrekað hafa verið settar fram. Ég óska jafnframt eftir því að einkalíf mitt og minnar fjölskyldu njóti þeirrar friðhelgi sem almennt er talið eðlilegt.
Reykjavík 29. nóvember
Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður Stím ehf.“
Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður Stím ehf.“
Fons átti FS37 sem varð Stím
FS37 ehf., sem síðar var endurnefnt Stím, var í eigu Fons. Þetta kemur fram í ársreikningi annars félags, FS38 ehf.. Eini hluthafinn í FS38 ehf. er Fons, eignarhaldsfélag í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, og félagið er skráð til heimilis í höfuðstöðvum Fons að Suðurgötu 22 í Reykjavík. Fons átti því bæði félögin.
FS37 ehf. keypti bréf í Glitni og FL Group fyrir samtals 24,8 milljarða króna þann 14. nóvember 2007. Félagið breytti nafni sínu í Stím ehf. tveimur dögum síðar. Glitnir var sjálfur seljandi bréfanna en lánaði Stím 19,6 milljarða króna til kaupanna. Stærsti eigandi Glitnis var FL Group sem í dag heitir Stoðir. Fons var á meðal stærstu eigenda FL Group sem átti um þriðjungshlut í Glitni.
FS38 lánaði FS37 fyrir hluta af kaupum
Samkvæmt ársreikningi lánaði FS38 tengdum aðila, FS37 sem síðar varð Stím, 2,5 milljarða íslenskra króna árið 2007 með einum gjalddaga á árinu 2008. Í ársreikningnum, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, stendur orðrétt að „félagið [FS38] hefur lánað FS37 ehf. sem er í eigu Fons hf. 2.500 milljónir króna með einum gjalddaga á árinu 2008. Lánið er víkjandi fyrir öðrum lánum FS37 ehf. Miðað við eignastöðu FS37 ehf. er verulegur vafi um innheimtanleika kröfunnar.“
Stím ehf. hefur verið mikið í umræðunni á undanförnum dögum vegna ógagnsærra viðskiptahátta. Eini stjórnarmeðlimur félagsins var skráður Jakob Valgeir Flosason, útgerðarmaður frá Bolungarvík, og félagið var skráð til heimilis hjá Saga Capital á Akureyri. Jakob vildi í fyrstu ekkert láta uppi um eignarhald á félaginu en eftir mikla umfjöllun fjölmiðla sendi hann frá sér yfirlýsingu. Í henni sagði Jakob að hann og fleiri fjárfestar hefðu keypt í Stími eftir að starfsmenn Glitnis hefðu kynnt þetta viðskiptatækifæri fyrir þeim.
Í hnotskurn
» 23. október 2007 er FS37 stofnað. Það félag var í eigu Fons.
» 14. nóvember keypti FS37 hlutabréf í Glitni og FL Group af Glitni fyrir 24,8 milljarða. FS38 og Glitnir lánaðu FS37 90 prósent af kaupverðinu.
» 16. nóvember er haldinn hluthafafundur í FS38 þar sem stjórn félagsins er kosin. Sama dag er nafni FS37 ehf. breytt í Stím ehf.
» 14. nóvember keypti FS37 hlutabréf í Glitni og FL Group af Glitni fyrir 24,8 milljarða. FS38 og Glitnir lánaðu FS37 90 prósent af kaupverðinu.
» 16. nóvember er haldinn hluthafafundur í FS38 þar sem stjórn félagsins er kosin. Sama dag er nafni FS37 ehf. breytt í Stím ehf.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli