þriðjudagur, 23. september 2014

Hrafn Gunnlaugs er bara ansi góður !!!

Hrafn snýr aftur lof og dýrð sé honum.  Hann vitkast með aldrinum.  Snýr baki við Davíð og sparifatadrengjunum hans.  Sem halda að allt sé hægt að mæla í krónum og aurum.  Það er skritið að fara að byggja upp nýtt framhaldsskólakerfi sem að mörgu leyti hefur reynst vel.  Þótt að það sé ýmislegt sem megi betur fara ef ég er spurður.  En það geta allir stytt námsdvöl sína sem vilja.  Ef þeir vilja flýta sér út á hið dásamlega atvinnuhaf.  

En Hrafn skrifaði þetta í dag : 

Stytting stúdentsaldurs

Til hvers að fækka hinum fáu áhyggjulitlu æskuárum? - verðum við ekki þrælar atvinnulífsins og bankanna nógu snemma samt? - fólk er ekki framleiðslueiningar - ég myndi þvert á móti vilja hækka stúdentsaldurinn um eitt ár og leyfa fólki að vera ungt lengur, draga úr atvinnuleysi - lífið er stöðugt að lengjast í vitlausan enda.
Ég hafði vit á því að falla í 3 bekk MR og lengdi menntaskóladvölina um eitt ár, - fékk mikið út úr Herranótt og félagslífinu og sumarvinnunni sem var bónus ofan á allt  - ári fyrr stúdent hefði ég ekki vitað neitt hvað ég í raun vildi. Til hvers að gera fólk ári fyrr ellilífeyrisþega? Þessi rembingur við að stytta hin glöðu stúdentsár er partur af útrásarkapítalismanum sem reiknar allt til peninga og hefur gleymt því sem heitir lífsnautnin frjóa.

Í guðanna bænum spörum þar sem hægt er að spara, eins og með því að gera ungu fólki grein fyrir að þarna hefur það valkosti sjálft.  Það þarf ekki alltaf að stjórna öllum.  Unglingar geta ákveðið hvað þeir vilja gera.  Sumir vilja sitja yfir bókunum aðrir vilja stunda listir og menningu, lesa góðar bækur,  taka þátt í kóra og leikhússtarfi. Horfa á undursamlegar kvikmyndir.  Það er gott að hugsa, hafa drauma,  jafnvel að stunda byltingarstarf og ulla framan í fullorðna fólkið.  Sem oft er svo leiðinlegt.  Ekkert er betra en góðir dagdraumar.   Ég lofa og prísa Hrafn!!!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli