Nú fagna Þjóðverjar og flestir aðrir 25 ára afmæli sameiningar Þýskalands. Og er það vel. Að stórvirki sem þessi atburður skyldi geta gerst án meiri háttar blóðsúthellinga. Sem er í hrópandi mótsögn við styrjaldir fyrri hluta aldarinnar.
Ég fór á sýningu um Fyrri heimsstyrjöldina 1914 -1918 úti í Berlín í vikunni, á Deutsches Historisches Museum, þar sem rifjaðir eru upp dapurlegir atburðir þessara tíma. Þegar ungum körlum var slátrað á vígvöllum meðan þúsundir og tugþúsundir sultu í hel heimafyrir. Það er merkilegt að koma á nútíma sýningu þar sem öll tækni nútímans er notuð, myndir,tölvur, kvikmyndir, heyrnartól svo og rannsóknir og vit fræðimanna. Við fáum svo víðari og fjölbreyttari sýn á þessa tíma heldur en áður var hægt. Síðan er bætt við fyrirlestrum, panelumræðum og sögulegum kvikmyndum.Stríð
Því miður er það enn svo að við höfum lítið lært á þessum 100 árum, of margt segir okkur það. Sameining Þýskalands er undantekning. Það er stutt í að allt fari í bál og brand. Friður er ekki í augsýn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli