sunnudagur, 9. nóvember 2014

Fyrri Heimsstyrjöldin: Lítið lært

Nú fagna Þjóðverjar og flestir aðrir 25 ára  afmæli sameiningar  Þýskalands. Og er það vel. Að stórvirki sem þessi atburður skyldi geta gerst án meiri háttar blóðsúthellinga. Sem er í hrópandi mótsögn við styrjaldir fyrri hluta aldarinnar.

Ég fór á sýningu um Fyrri heimsstyrjöldina 1914 -1918 úti í Berlín í vikunni, á Deutsches Historisches Museum, þar sem rifjaðir eru upp dapurlegir atburðir þessara tíma. Þegar ungum körlum var slátrað á vígvöllum meðan þúsundir og tugþúsundir sultu í hel heimafyrir. Það er merkilegt að koma á nútíma sýningu þar sem öll tækni nútímans er notuð, myndir,tölvur, kvikmyndir, heyrnartól svo og rannsóknir og vit fræðimanna. Við fáum svo víðari og fjölbreyttari sýn  á þessa tíma heldur en áður var hægt. Síðan er bætt við fyrirlestrum, panelumræðum og sögulegum kvikmyndum.Stríð

Því miður er það enn svo að við höfum lítið lært á þessum 100 árum, of margt segir okkur það. Sameining Þýskalands er undantekning.  Það er stutt í að allt fari í bál og brand. Friður er ekki í augsýn.




Engin ummæli:

Skrifa ummæli