Á erfiðum tímum er gott að geta glott út í annað eða hlegið.
Fyrr á tímum höfðu konungar og heldri menn hirðfífl sem skemmti fólki, stundum meðheimsku, stundum með visku.
Oft voru fíflin notuð til að breiða yfir illsku og mannvonsku húsbænda þeirra. Þeir voru notaði til að skipta um umræðuefni. Svo er enn. Við þekkjum slíkar verur, Hannes Hólmsteinn kemur upp í hugann, sýnandi kúnstir sínar í návist Meistara síns.
Svo er það Guðni Ágústsson, hirðfífl framsóknar. Hann skrifar heila bók um Hallgerði, honum hefði verið nær að kryfja Framsóknarmaddömuna, sálarlíf hennar er nú ansi mikið flóknara en Hallgerðar.
Guðni og Þorgerður Katrín voru á Bylgjunni í gærmorgun (föstudag). Og þar voru mörg gullkorn frá GÁ:
"Guðni tók fram að hann væri gamall herstöðvarandstæðingur og harmaði
hvernig Bandaríkjamenn fóru með Íslendinga er þeir lokuðu flugstöðinni á
Keflavíkurflugvelli."
Hann styður þá forseta Pútín og Ólaf Ragnar, Pútín er sjálfstæðismaður en ekki kommúnisti.
Þetta eru öfugmæli, sem eru samboðin eðalfífli, þessi alvarlegi og djúphuguli karl, sem lætur svo út úr sér þetta bull.
Mörg eru klassísk, orðin sem hann hefur lætt út úr sér, og munu lifa.
Staða konunnar bak við eldavélina.
Það eru mannréttindi að hafa sauðfé.
og þetta er dásamlegt:
"minn tími kemur daglega" -
Ég vona að Hallgerður sleppi ósködduð frá Guðna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli