mánudagur, 3. nóvember 2014

Mótmæli: Veruleiki heima og erlendis

Ég er ekki á mótmælum, ég er í Berlín. Við götu sem heitir Rosenstrasse. Þar voru merk mótmæli árið    1943 þegar konur mótmæltu að menn þeirra ok ættingjar væru teknir og líklega átti að senda þá í útrýmingarbúðir, þeir sem voru hreinir gyðingar, mest af þessu fólki var blanda af gyðingum og Þjóðverjum. Á einhvern hátt var körlunum sleppt og sendir áfram í erfiðisvinnuna sem þeir höfðu verið í. Kvikmyndastjórinn Magaret von Trotta gerði mynd um þetta fyrir nokkrum árum.

Benedikt Erlingsson tók við verðlaunum fyrir hina frábæru kvikmynd Hrossí oss sem bestu kvikmynd Norðurlanda seinasta árið. Í þakkarræðu sinni leyfði hann sér að ræða um veruleika íslensks kvikmyndagerðarfólks.  Það fór fyrir brjóstið á i. Veruleikann á maður ekki að ræða í útlöndum, við eigum bara að hafa draumsýnina, vatn,eldur, fjöll og hestar. ráðamenn í útlöndum eiga ekki að heyra minnst á kjör íslenskra listamanna. Erlendis eiga allir að vera glaðir og hreyknir.

Valdamenn á Íslandi vilja hafa frið í útlöndum, ekkert nöldur og röfl. Það er nóg að taka við mótmæalagusum þegar heim kemur. Virðisaukaskatturinn, auðlindaskattur,  tekjuskattur, þeir eiga ekki að borga skatta, jafn vel þótt þeir vilji það!!!

Listamenn eru vanþakklátastir allra, eilíft tuð.  Leggjum  Tónlistarskólana af, burt með Sinfoníuna, engin hugmyndaverk og gagnrýnar skáldsögur. Hvenær kemur ritsafn Davíðs Oddssonar út?





Engin ummæli:

Skrifa ummæli