þriðjudagur, 13. janúar 2015

Hvað er Sigmundur Davíð að segja?

Það er ekki í fyrst sinn sem maður spyr sig:  Hvað er blessaður maðurinn að segja........ Hann tekur ranga ákvörðun, hann og 7 ráðgjafarnir. Á maður að segja dvergarnir???? Ákveður að sitja heima og þumbast.  Hann þorir ekki að koma í viðtal í Kastljósi, umræðuþætti landsins
sem fólkið horfir á.   Og úttalar sig í frjálsum fjölmiðlum.  Var það kannski af ásettu ráði að sitja heima? 

Svo mætir hann í viðtal þar sem hann fær að tjá sig: 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir að tjáningarfrelsið eigi undir högg að sækja á Vesturlöndum og að takmörk séu fyrir því hvað megi yfir höfuð ræða. Þetta eigi líka við hér á Íslandi.

Á hann erfitt með að komast í viðtal, er honum bannað að halda fram skoðunum sínum.   Er hann með skoðanir sem hann vill koma á framfæri við okkur? Er það eitthvað sem varðar hina hryllilegu atburði í París í seinustu viku????? 

Sigmundur Davíð ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni þar sem hann viðurkenndi að betra hefði verið að þiggja boðið, en mestu skipti að afstaða íslenskra stjórnvalda væri ljós. Viðbrögðin hafi komið honum nokkuð á óvart enda væri alla jafna skammast yfir því að ráðherrar séu of mikið á ferðinni.

Er það ekki hans að meta hvað það er sem hann á að gera sem æðsti valdamaður þjóðarinnar, í bili. Hvað er það sem ekki má ræða á Vesturlöndum?  Á Vesturlöndum.  Var ekki gangan á sunndaginn farin til að berjast fyrir frjálslyndi og tjáningarfrelsi sem við Evrópubúar tengjum oftast saman????

 Menn þora ekki að ræða hvað sem er, það sé orðin alltof mikil takmörk á því hvað megi yfir höfuð tala um á Vesturlöndum.

Hefur forsætisráðherra einhverjar aðrar skoðanir á skilgreiningu á frjálslyndi.  Er það stefna Framsóknarflokksins ljóst og leynt í málefnum nýbúa og flóttamanna???

 Það er margt í okkar samfélagi sem minnir á þessa gagnrýni og þessa mikla umræðu sem nú er uppi um stöðu frjálslyndis á Vesturlöndum. Það er að segja, það er eins og það sé alltaf að þrengjast ramminn um hvað megi ræða og rökræða sé meira að segja bönnuð um ákveðna hluti. Ég er svolítið hræddur um að þessir fulltrúar stjórnarandstöðunnar sem voru að spyrja út í þessa hluti í gær, ég er svolítið hræddur að þeir sjái fyrir sér að ramminn þrengist frekar heldur en opnist. Nema kannski Píratarnir sem hafa verið svolítið duglegir sumir hverjir að minna á mikilvægi tjáningarfrelsisins.

Er það ekki tjáningarfrelsi að segja eða skrifa hug sinn, að vera ekki hræddur að setja fram skoðanir sínar hverjar sem þær eru.  Og standa við þær.  Það virðist ver það sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er hræddur við.  Við viljum heyra skoðanir hans,  ekki píslarvættisóra, hver hefur betra tækifæri að setja fram skoðanir sínar frammi fyrir alþjóð en forsætisráðherra?   Svo við bíðum eftir útspili hans. Og spyrjum auðmjúklega, hvers vegna var Ísland ekki með í göngunni, samkvæmt lista franskra stjórnvalda var þar enginn fulltrúi Íslenskra yfirvalda. Og boðið var bara ansi skýrt. : 







Engin ummæli:

Skrifa ummæli