fimmtudagur, 16. apríl 2015

Indriði sýnir okkur óréttlætið

Mikið er gott að við eigum Indriða Þorláksson að.  sem á skýran og greingóðan hátt sýnir okkur ranglæti sjávarútvegskerfisins.  Þar sem óréttlætið verður alltaf meira og meira. Yfirvöld þessa lands eru þjónar Sægreifanna.  Arðsemi sem verður til fyrst og fremst með gengisfalli krónunnar, sem auðgar þá ríku en gerir hina fátæku fátækari.  Eini nýi aflakost
ur sem hefur komið til sögunnar er Makríllinn sem yfirvöld heykjast við að setja á uppboð og afhenda Greifunum á gullfati. 

Óréttlætið er svo yfirgengilegt eins og umræðan seinustu daga sýna og framganga Kristjáns Loftssonar.  Vonandi eigum við Indriða að sem lengst, til að láta okkur ekki gleyma kjarnanum í orrðahríðinni.  Við fólkið eigum auðlindina og eigum að njóta hennar.  Hugsið þessar tölur hér að neðan í grein Indriða og hugleiðið umræðuna um Landspítala.  Manni verður óglatt.


Það er óumdeilt að arðsemi í sjávarútvegi er mjög mikil og langt umfram það sem skýrt verður sem ávöxtun þeirrar fjárfestingar sem bundin er í greininni. Þessi umframarður er afleiðing einkaleyfa sem tilteknir aðilar hafa til veiða, þ.e. kvótakerfisins. Það sést m.a. glöggt á því að með gengisfalli krónunnar frá árinu 2007 hefur rentan hækkað um marga tugi milljarða án þess að veruleg breyting hafi orðið aflabrögðum eða öðru þáttum í starfseminni sem skýrt gæti þá hækkun. Á sama tíma hækkuðu innfluttar neysluvörur almennings um svipaða fjárhæð. Þannig blæddi almenningur fyrir gengisfallið um leið og hagnaður útgerðarinnar jókst stórlega.

Á þessum sjö árum hafa sjávarútvegsfyrirtækin aflað eigendunum sínum 191 mrd. kr. í fjármagnstekjur (brúttó) og að auki skapað auðlindarentu að fjárhæð 322 mrd. kr. Af þeirri rentu greiddi útgerðin 33 mrd. kr. í veiðigjöld en afgangurinn, 289 mrd. kr., rann til fyriurtækjanna sem umframarður.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli