þriðjudagur, 21. apríl 2015

Rektorskjör: Skrítin yfirlýsing Stúdentaráðs

Athygli vekur yfirlýsing Stúdentaráðs Háskóla Íslands (ætli það sé ekki stjórn SHÍ?)vegna úrslita í Rektorskjöri HÍ. Sem mbl.is gerir góð skil í dag. Ætli Stúdentaráð hafi verið kallað saman í gærkvöldi til að gefa út yfirlýsingu? Það er einhver pólítískur fnykur af þessu, ætli kosningamaskína Vöku hafi verið
settt af stað til að tryggja sigur Jóns Atla?  Ég veit svo sem ekkert um pólitískar skoðanir Jóns Atla og heldur ekki Guðrúnar Nordal, enda er ekki verið að kjósa um þær, ég veit svo sem um stjórnmálaskoðanir konu Jóns Atla, en það er annað mál.  En svona yfirlýsing er fallin að velta upp ýmsum spurningum.  Samþykkti Stúdentaráð svona yfirlýsingu? Eða var það stjórn Stúdentaráðs?  Eða setti formaður þetta saman yfir ölglasi á síðkvöldi og hringdi í stjórnina????

Þetta segir í yfirlýsingu SHÍ að sögn mbl.is:

Stúd­entaráð Há­skóla Íslands ósk­ar nýj­um rektor, Jóni Atla Bene­dikts­syni, inni­lega til ham­ingju með sig­ur­inn í rektors­kosn­ing­un­um sem fóru fram í gær. Stúd­entaráðsliða hlakk­ar (sic)  til að starfa með hon­um í framtíðinni og vinna sam­an að bætt­um hag stúd­enta.
......

Stúd­entaráð seg­ir það sjást einna helst á stefnu­mál­um hans, en hann mun koma til með að standa með stúd­ent­um í hags­muna­vörslu út á við og tryggja gæði náms við há­skól­ann, ásamt nú­tíma­væðingu kennslu­hátta. Stúd­entaráð tel­ur að að víðtæk reynsla Jóns Atla, bæði inn­an há­skól­ans og við ný­sköp­un­ar­störf, eigi eft­ir að nýt­ast há­skóla­sam­fé­lag­inu vel.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli