Nú ætlar Tryggvi Þór Herbertsson fram á fjármálasviðið á ný. Eftir að hafa hörfað inn í Ríkisjötuna, þegar allt fór til andskotans, við munum Askar Capital, aðstoðarmann Geirs og svo framvegis. Hann ætlar að hjálpa til að stofna nýtt öflugt Sparisjóðakerfi, hver er betur hæfur til þess? Töframaður Lækkunarinnar, alls staðar er hann kallaður til, vonandi á góðu tímakaupi.
Tryggvi ætlar að fá til þess sterka fjárfesta, auðvitað Kaupfélag Skagfirðinga, ætli einkahlutafélög Kaupfélagsstjórans fylgi með. Þett fær mig til að minna ykkur á einn Hrunklassíker. Það verður að lesa allt. Prýðilega gert hjá Sigurjóni M. Egilssyni, fjölmiðlamenn vinna stundum góða vinnu. Verði ykkur að góðu.
Tryggvi ætlar að fá til þess sterka fjárfesta, auðvitað Kaupfélag Skagfirðinga, ætli einkahlutafélög Kaupfélagsstjórans fylgi með. Þett fær mig til að minna ykkur á einn Hrunklassíker. Það verður að lesa allt. Prýðilega gert hjá Sigurjóni M. Egilssyni, fjölmiðlamenn vinna stundum góða vinnu. Verði ykkur að góðu.
Fjárfestingarfélög kaupfélagsstjórans
Stjórnendur Kaupfélags Skagfirðinga hafa í mörg horn að líta. Þeir tengjast persónulega mörgum fjárfestingarfyrirtækjum sem aftur tengjast Kaupfélaginu. Flókið? Já. En skoðum nánar. Hinn landsfrægi Þórólfur Gíslason er kaupfélagsstjóri og aðstoðarkaupfélagsstjóri er Sigurjón Rúnar Rafnsson. Eitt af helstu fyrirtækjum Kaupfélagsins er Fisk Seafood þar sem Jón Eðvald Friðriksson er forstjóri. Forleikurinn er á enda.
Sagan byrjar í fyrirtæki sem heitir AB 48 ehf. Reyndar hefur verið skipt um nafn á félaginu, og það heitir nú; Fjárfestingafélagið Fell ehf. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson
aðstoðarkaupfélagsstjóri. Á árinu 2007 var bókfært verð félagsins var
einn milljarður króna og eigið fé var tíu milljarðar. Helst eign AB 48 ehf. er AB 50 ehf.
AB 50 ehf. á í Straumi Burðarás. Eigið fé var tæpur milljarður. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri.
Næsta félag er AB 26 ehf. Aðaleign AB 26 ehf. er tæplega helmingshlutur í AB 48 ehf. Eigið fé var 5,4 milljarðar og bókfært verð einnig. Stjórnarmaður er bara einn, Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri.
Næst kemur að þjóðþekktu fyrirtæki, Hesteyri ehf. En það félag er hluti af S-hópnum, hópnum sem fékk Búnaðarbankann einsog frægt er. Meðal eigna Hesteyrar ehf. er AB 26 ehf. Bókfært verð er 5,4 milljarðar. Stjórnarmenn eru Jón Eðvald Friðriksson, forstjóri Fisk Seafood, Ólafur Kristinn Sigmarsson og Stefán Guðmundsson fyrrverandi alþingismaður.
Þá er komið að Fisk Seafood, þar sem Jón Eðvald er forstjóri. Fisk Seafood á Hesteyri. Og þá kemur að Þórólfi Gíslasyni og Kaupfélagi Skagfirðinga. En Kaupfélagið á Fisk Seafood, sem á Hesteyri, sem á helming í AB 26 ehf., sem á AB 48 ehf., sem á AB 50 ehf.
Hinn hlutinn /
Eigendur AB 48 ehf. sem var nefnt að ofan eru AB 26 ehf. og FS3 ehf. Hér kemur nýtt félag, FS3, og leggurinn tekur breytingum. Eigið fé eru 5,4 milljarðar og þrír sitja í stjórn. Sigurjón Rúnar Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri, Helgi S. Guðmundsson, sem er einn helsti leikmaður S-hópsins, og Ólafur Friðriksson.
Fjárfestingarfélagið EST ehf. er eini eigandi FS3 ehf. Og eigandi Fjárfestingarfélagið EST ehf. er Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar.
Næst skulum við skoða fyrirtæki sem heitir Gilding. Tveir sitja í stjórn, kaupfélagsstjórinn Þórólfur og aðstoðarkaupfélagsstjórinn Sigurjón. Gilding á þriðjungshlut í Síðasta dropanum ehf. sem kemur við sögu síðar. Þá er komið að Fjárfestingafélaginu Sveinseyri ehf. Þar sitja í stjórn títtnefndur Sigurjón Rúnar aðstoðarkaupfélagsstjóri og Jón Eðvald Friðriksson forstjóri Fisk Seafood. Sveinseyri á hlut í AB 48 ehf. Síðasta dropinn á allt hlutafé Sveinseyrar ehf.
Enn er haldið áfram. Matróna ehf. er eitt félaganna. Eigendur þess eru félög sem ég skýri betur á eftir, en þau heita Háahlið 2 ehf. og Háahlíð 3 ehf. Þau félög, það er Háahlið 2 og Háahlið 3 eiga líka félagið Gullinló ehf. Í stjórn Gullinlóar sitja kaupfélagsstjórarnir báðir, Þórólfur og Sigurjón. Gullinló á síðan hlut í Mundaloga ehf. ásamt Matrónu ehf. Skýrist á eftir. Kaupfélagsstjórarnir sitja í stjórn Mundaloga.
Og næst er það Síðasti dropinn ehf. Þar skipa stjórn Sigurjón aðstoðarkaupfélagsstjóri og Jón Eðvald forstjóri. Eigendur Síðasta dropans eru Háahlíð 2 ehf. Háahlíð 3 ehf. Háahlið 7 ehf. og Gilding ehf. Síðasta dropinn á Sveinseyri sem áður var getið um.
Háahlíð 2 ehf. er einkafirna Þórólfs kaupfélagsstjóra og ber heiti heimilis hans. Félag Þórólfs á helmingshlut í Matrónu, helmingshlut í Gullinló og tæplega fjórðung í Síðasta dropanum auk hluta í öðrum félögum sem tengjast ekki þessum kapli.
Háahlið 3 ehf. er einkafirma Sigurjóns Rúnars Rafnssonar aðstoðarkaupfélagsstjóra. Félag Sigurjóns á helmingshlut í Matrónu, helmingshlut í Gullinló og tæplega fjórðung í Síðasta dropanum auk hluta í öðrum félögum sem tengjast ekki umfjölluninni.
Háahlið 7 ehf. er einkafirma Jóns Eðvalds Friðrikssonar forstjóra Fisk Seafood. Það félag á meðal annars tæplega fjórðungshlut í Síðasta dropanum.
Það sem vekur athygli er að þeir þremenningar tengjast í gegnum fjölda félaga og þegar kapallinn er rakinn endar hann í Kaupfélaginu
þar sem þeir hefur verið treyst fyrir félagi í almanna eigu. Af lestri
greinarinnar vakna meðal annars spurning um hvort rétt sé að helstu
stjórnendur Kaupfélagsins séu um leið viðskiptafélagar þess.
Hin mikla flækja, sem hér hefur verið gerð tilraun til að rekja, gerir
öllum erfitt fyrir að rekja hver er hvers og hvur er hvurs.
Byggt á ársreikninum áranna 2006 og stundum 2007.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli