Enn lenda Kúrdar í því, Erdogan notfærir sér ástandið umhverfis Tyrkland og spilar með NATO, það kæmi ekki á óvart að hann efndi til kosninga þegar ástandið væri heppilega órólegt fyrir hann. Kúrdar virðast skipta minna máli en flugvellir í Tyrklandi fyrir Bandaríkjamenn . Þrátt fyrir framlag þeirra í stríðinu gegn ISIS. Eftir hrun í kosningum í vor, þarf hann einhverja brellu og klæki til að ná fram markmiðum sínum um alræði. NATO lætur leika með sig. Skagfirðingurinn knái bugtar sig og beygir. Hann rís ekki upp eins og Jón Baldvin og segir nei takk.
Það var Íslendingur sem sagði okkur frá Kúrdum fyrir nokkrum áratugum, Erlendur Haraldsson, í bókinni Með uppreisnarmönnum í Kúrdistan. Kúrdar eru smáþjóð sem hafa átt erfitt uppdráttar, það er kominn tími að einhver taki málstað þeirra.
Það var Íslendingur sem sagði okkur frá Kúrdum fyrir nokkrum áratugum, Erlendur Haraldsson, í bókinni Með uppreisnarmönnum í Kúrdistan. Kúrdar eru smáþjóð sem hafa átt erfitt uppdráttar, það er kominn tími að einhver taki málstað þeirra.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli