mánudagur, 27. júlí 2015

Teva: Ísraelskur lyfjarisi á Íslandi

Viðskiptafrétt dagsins að ísraelski lyfjarisinn  Teva hafi keypt samheitahluta Allergan sem einu sinni var íslenskt fyrirtæki, Atavis.  Viðskiptaheimurinn er flókinn.  Þarna er meira að segja Íslendingur með í spilinu, yfir samheitadeild Teva, fyrrum forstjóri Actavis :

Teva er fyrir kaupin stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi, og í fréttatilkynningu segir að það verði eftir kaupin eitt af tíu stærstu lyfjafyrirtækjum heims. Yfirmaður samheitalyfjastarfsemi Teva er Sigurður Óli Ólafsson. Hann var um tíma forstjóri Actavis, meðan höfuðstöðvar þess voru enn á Íslandi. Enn er óljóst hvaða áhrif þessar nýjustu sviptingar hafa á starfsemina á Íslandi, samkvæmt upplýsingum frá Allergan á Íslandi.(Feitletrun mín)

Eins og við er að búast þá hefur Terva verið mikið rætt í sambandi við einokun ísraelskra lyfjafyrirtækja á markaðnum í Palestínu.  Sem stærsta lyfjaframleiðslufyrirtæki Ísraels og vinsælt fyrirtæki á hlutafélagsmarkaði um allan heim, meira að segja Soros er stór hluthafi.  Það  er kaldhæðnislegt að þessi ísraelsku lyfjafyrirtæki  skuli vera með einokun á markaði sem þarf á lyfjavörum að halda eftir yfirgengilega árás ísraelska ríkisins í fyrra. 

http://5pillarsuk.com/2014/07/31/uk-pharmacies-boycott-israeli-pharmaceutical-company-teva/

http://www.whoprofits.org/company/teva-pharmaceutical-industries

https://electronicintifada.net/blogs/asa-winstanley/israeli-companies-profiting-gaza-siege

Svo það er spurningin hvort Apótek á Íslandi séu reiðubúin að þjóna okkur sem kaupum ekki vörur í eigu ísraelskra fyrirtækja. 




Engin ummæli:

Skrifa ummæli