miðvikudagur, 16. september 2015

Corbyn og Jaðarskoðanir

Það gleður okkur öfgavinstrimenn og kommúnista (eins og Hannes Hólmsteinn segir) að Jeremy Corbyn vann glæsilegan sigur til formanns breska Verkamannaflokksins.  

Það vantar ekki að andstæðingar hans utan og innan flokksins hafi hamast á honum og lýst honum sem einhverju fornaldarskrímsli  en svo kom merkileg útspil fjölda hagfræðinga í Bretlandi sem bentu á að stefna hans eigi mikið fylgi hjá vísindamönnum í efnahagsmálum!
Í ágætri úttekt í Stundinni er þetta rætt:

Andstæðingar Corbyns hafa lýst honum sem öfgafullum vinstrimanni sem tali fyrir óábyrgri stefnu í efnahags- og ríkisfjármálum. Það vakti talsverða athygli þegar fjöldi hagfræðinga sendi út yfirlýsingu á dögunum þar sem því er hafnað að andstaða Corbyns við aðhalds- og niðurskurðarstefnu sé jaðarskoðun og fullyrt að um sé að ræða viðurkennda meginstraumshagfræði.

Corbyn segir sjálfur:

„Vonin um breytingar og að hrinda háleitum hugmyndum í framkvæmd er loksins kominn aftur á dagskrá stjórnmálanna; að ráða niðurlögum aðhaldsstefnunnar, draga úr ójöfnuði og vinna í þágu friðar og félagslegs réttlætis bæði erlendis og heima fyrir. Það er einmitt þetta sem bjó að baki þegar Verkamannaflokkurinn var stofnaður fyrir meira en 100 árum,“ skrifar Corbyn sjálfur í The Guardian.

 Efnahagshrunið og afleiðingar þess hafa haft í för með sér viðamiklar breytingar víða í Evrópu.  Fyrst í stað voru það hægriöfgaflokkar sem áttu spilið en núna eru víða róttækir flokkar og fylkingar að hasla sér völl.  Við sjáum það hjá okkur, hinn ótrúlegi uppgangur
Pírata.  Í Noregi voru sveitastjórnarkosningar þar sem máttarstoðir ríkisstjórnarinna Hægri og Framfaraflokkurinn töpuðu.  Og Grænir (MDG) eru að koma þar sterkir inn.  Fimmfölduðu fylgi sitt í Osló og eru í oddaaðstöðu, þar sem hægrimenn hafa haft völdin í áratugi.  Þar er meira að segja fyrrum Íslendingur á lista, pönkarinn sem gladdi okkur í gamla daga í Dýrið gengur laust og Sogblettir, Jón Júlíus Sandal.  

Það er skrítið að horfa á vinstri sinnaða hagfræðinga hérlendis ræða ríkisfjármálin alltaf á forsendum nýfrjálshyggju.  Í uppgangi eins og virðist hér á ferð núna , þá er það ríkið sem á að draga saman seglin.  Hinn frjálsi markaður á að fá að gera það sem honum sýnist, og bankarnir moka fé í fáránlegar hugmyndir.  Bygging spítala á þá auðvitað að bíða meðan verktakar leika sér víða um völl þar til allt hrynur.  Þá verður að bíða með opinberar framkvæmdir vegna fjarskorts.  Þetta er skrítin hringrás.  Enn skrítnara að við hlustum á þetta án þess að glotta!

Svona er staðan yfir allt landið: 

http://www.nrk.no/valg2015/1.12499895 

Svona er staðan í Osló: 
 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli