mánudagur, 14. september 2015

Höfrungahlaup og Tortólaveiðar ......



það er margt merkilegt í upphafi hausts, margt sem er ekki eins og áður ....

geitungarnir eru farnir að láta sjá sig inni hjá mér, um miðjan september, flugur angra mig í morgunskímunni, ég hef haft frið fyrir þeim í sumar, hegðun fugla er ekki eins og áður, allt er seinna í ár ....


en eitt breytist ekki, það er upphaf stjórnmálakarps æðstu valdastofnunar okkar.....



formaður einnar æðstu stofnunar Alþingis telur það vera miklar framfarir ef hægt er að segja upp ríkisstarfsmönnum upp á stundinni eins og gert er á hinum almenna markaði (svo segir hún að sé), ekki hefði ég viljað vinna í blómabúðinni hennar .....


afla á fjár með því að selja eina bankann sem ríkið á, það segir fjármálaráðherra að hafi verið samþykkt í Ríkisstjórn, en forsætisráðherrann er ekki alveg viss ........


alltaf er rætt á merkilegum nótum um fjárlögin,er þensla er ekk þensla, hvað hefur verið að gerast hvaða áhrif hafa aðgerðir, skattahækkanir, lækkanir, kauphækkanir, lækkanir.  Oft er veruleikinn annar en upphrópanir stjórnmálamanna.


 Hagvöxtur síðustu sex mánaða mældist 5,2 prósent. Atvinnuleysi
minnkar hratt, verðbólga eykst og innflutningur erlends vinnuafls eykst einnig. Seðlabankinn hefur í tvígang
á árinu hækkað stýrivexti og ríkisstjórnin áformar að lækka skatta og afnema tolla á sérvöru. Ýmsir fræðingar hafa bent á að þenslumerki íhagkerfinu ættu að vera öllum sýnileg.


ekki benda á mig segir fjármálaráðherrann, hann ákvað að  vera stikkfrí af flestu sem varðar kaup og kjör, þetta var ekki hans mál.  Þið sömduð um þetta segir hann við Samtök Atvinnuveganna.  Ekki benda á mig. Svona tvisvar til að hljóma eins og Davíð. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur ríkissjóð ekki standa í
þensluhvetjandi aðgerðum og bendir á að höfrungahlaupið á vinnumarkaði sé ekki til bóta. „Launþegahreyfingin er týndi hlekkurinn á vinnumarkaði. Ríkissjóður er ekki að vinna
að mannaflsfrekum framkvæmdum í dag,“ segir Bjarni.


Svo mörg voru þau orð.  Höfrungahlaup, eitt nýyrðið í stéttabaráttunni.  Týndi hlekkurinn annað. Ríkissjóðurinn er að gera ýmislegt,  en spurningin er hvort það sé það rétta og góða.  Hvað skiptir mestu máli?  Hvað segir þjóðin?  Enn virðist Heilbrigðiskerfið ekki vera forgangsmálið, þar er þjóðin á allt annarri skoðun en Fjármálaráðherrann. 

Aðalatriðið er að byggja sem mest af hótel og viðskiptahúsnæði. Byggja sem mest  af því sem nýtist stjóriðju en eflaust getur ráðherrann sagt að það sé ekki Ríkissjóður það eru bara aðrar ríkisstofnanir.  Bjarni er eflaust hrifnaðri af Hvalveiðum vina sinna en höfrungahlaupi. Vinanna  sem safna milljörðum í útlöndum, kannski er Bjarni með í þeirri söfnun, þar eru hærri upphæðir en Flóttamannasafnanir: 


Íslendingar eiga um 32 milljarða króna á Tortóla


Í lok árs 2014, rúmum sex árum eftir bankahrun og setningu gjaldeyrishafta, áttu Íslendingar enn rúmlega eitt þúsund milljarða króna í erlendri fjármunaeign. Um er að ræða annað hvort eigið fé eða lánveitingar á milli aðila í sömu eigu. Þetta kemur fram í nýjum hagtölum Seðlabanka Íslands um beina fjármunaeign íslenskra aðila erlendis sem birtar voru 9. september síðastliðinn.
Á meðal þes sem kemur fram þar er að íslenskir aðilar eigi 31,6 milljarða króna á Bresku Jómfrúareyjunum, nánar tiltekið á Tortóla-eyju klasans. Bein fjármunaeign Íslendinga þar hefur aukist mikið frá því fyrir hrun, en í árslok 2007 áttu Íslendingar 8,6 milljarða króna á eyjunum. Gengisfall krónunnar skýrir aukninguna að einhverju leyti.

Þetta er ekki í forgangi hjá Ríkisstjórninni ó nei.  Því er reynt að drepa því á dreif sem skiptir máli, það er ekki hægt að semja við þá sem eftir eru heldur þarf að þrasa í vikur eða mánuði.  Svo eru þeir steinhissa að fólkið vilji kjósa eitthvað annað!



9 af hverjum 10 vilja forgangsraða peningum til heilbrigðismála


Yfir 90% landsmanna vilja að Alþingi forgangsraði fjármunum til heilbrigðismála, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Pírata.
Píratar létu gera könnunina í nóvember í fyrra og svo aftur í ágúst og til 11. september í ár.
Rúmlega 50 prósent vilja að þingið forgangsraði fjármunum í þágu mennta- og fræðslumála og 39 prósent í almannatryggingar og velferðarmál. 29 prósent vilja að húsnæðis-, skipulags- og hreinsunarmál fari í forgang og 27,5 prósent vilja forgangsraða til löggæslu og öryggismála.
Heilbrigðismál eru í afgerandi forgangi hjá landsmönnum óháð aldri, menntun, efnahag, búsetu, kyni og hvaða flokk fólk kýs.
  

Engin ummæli:

Skrifa ummæli