Mikið belgja þeir sig ráðherrarnir okkar um þessar mundir. Belgingur hinn meiri hljómar um víðan völl.
Utanríkisráðherrann vill vera í flokki þeirra sem gefa út yfirlýsingar í allar áttir, þetta finnst sumum merkilegt og sýnir hvað hann hefur vaxið sem ráðherra. Ekki er ég nú viss um það, margt er skrýtið í stjórnsýslu hans. Læti hans í kringum Þróunarsamvinnustofnu ber ekki vott um mikla stjórnvisku. Svo kom hann í Morgunvaktina og þar vill hann gefa út yfirlýsingar um ískyggilega atburði í Tyrklandi og Sýrlandi. Mér hefur alltaf fundist að ráðherrar
utanríkismála hjá okkur eigi að fara sér hægt í sambandi við stríð og stríðsyfirlýsingar. ÉG veit ekki annað en við höfum gengið í NATO á sínum tíma með þá yfirlýsingu um sérstöðu okkar sem herlaus þjóð, því eigum við að láta stríðsþursana um að gefa út hótanayfirlýsingar. Hófsemi er oft gott vegarnesti. Og ekki er það margt sem Tyrkir geta hrósað sér af ef við horfum á þau grunngildi sem NATO hefur viljað kenna sig við:
Stofnsáttmáli bandalagsins, sem var undirritaður 4. apríl 1949, kveður á um að NATO-ríkin skuldbinda sig til að "standa vörð um frelsi, sameiginlega arfleifð og borgaraleg gildi þjóða sinna, sem byggð eru á lögmálum lýðræðis, einstaklingsfrelsis og réttarríkisins." Með aðild að NATO heita bandalagsríkin því fyrst og fremst að aðstoða hvert annað ef á þau er ráðist.
Gunnar Bragi var gestur Óðins Jónssonar í Morgunvaktinni á rás 1 í morgun:
„Auðvitað er hætta á því ef Rússar halda áfram að rjúfa lofthelgi Tyrkja eða annarra Nató-ríkja þá er það að sjálfsögðu mikil hætta á að það verði einhvers konar árekstrar. Við vildum náttúrulega ekki sjá það að Nató og Rússar lentu í einhvers konar árekstrum eða átökum jafnvel þó það sé nú yfir í Sýrlandi eða Tyrklandi.
En það er alveg ljóst að samkvæmt þeim samningum sem Nató-ríkin hafa þá munu þau verja Tyrkland ef að til þess kemur. Og þar af leiðandi munu Nató-þotur væntanlega styggja við, eða svona ýta þeim rússnesku burtu ef þess er þörf. En það er hætta á að þetta stigmagnist vissulega. En sem betur fer eru menn að tala saman og reyna að finna ástæðu fyrir því að þetta gerist og reyna að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. En af þetta heldur áfram að Rússar muni ekki hlusta á og ekki virða þessa lofthelgi þá er mikil hætta á ferðum, það er alveg ljóst.“
Varla var Gunnar Bragi búinn að belgja sig þegar enn meiri Belgingur drundi við. Þar var mættur vanhæfasti ráðherra ríkisstjórnarinnar og þá er mikið sagt. Sem stóð upp í sviði með einum pótintáta ferðamála sem hefur fengið endalaust að sleppa við að greiða skatta af atvinnurekstri sínum. Hún stóð þarna og geislaði og glitraði af gleði. Búin að stofna enn eitt báknið, Stjórnstöð ferðamála. Það nægir ekki að hafa Ferðamálastofu og Ferðamálaráð. Nú þarf líka stjórnstöð, þar sem blandað er saman ríki og ferðaþjónustu, með forstjóra sem féll af himnum ofan, Jesús eða Pétur. Tvöfalt bákn í sama ranni. Sem virðast um margt eiga að gera það sama. Helst að þessi nýja stofnun eigi að hleypa greiðslu út um allt í ferðaiðnaðinum. Allir staðir verða með hlið og gaddavír. Kannski með aðstoð frá Ungverjalandi.
Ríkisstjórnin sem ætlaði að beita sér fyrir skilvirkri stjórnsýslu, bætir alltaf í gírinn, gagnsæið er ekki hugtak sem þekkist, báknin hylja sjóndeildarhringinn, fleiri nefndir og ráð gleðja okkur, öll viljum við í nefndir og ráð. Eða hvað?
Utanríkisráðherrann vill vera í flokki þeirra sem gefa út yfirlýsingar í allar áttir, þetta finnst sumum merkilegt og sýnir hvað hann hefur vaxið sem ráðherra. Ekki er ég nú viss um það, margt er skrýtið í stjórnsýslu hans. Læti hans í kringum Þróunarsamvinnustofnu ber ekki vott um mikla stjórnvisku. Svo kom hann í Morgunvaktina og þar vill hann gefa út yfirlýsingar um ískyggilega atburði í Tyrklandi og Sýrlandi. Mér hefur alltaf fundist að ráðherrar
Stofnsáttmáli bandalagsins, sem var undirritaður 4. apríl 1949, kveður á um að NATO-ríkin skuldbinda sig til að "standa vörð um frelsi, sameiginlega arfleifð og borgaraleg gildi þjóða sinna, sem byggð eru á lögmálum lýðræðis, einstaklingsfrelsis og réttarríkisins." Með aðild að NATO heita bandalagsríkin því fyrst og fremst að aðstoða hvert annað ef á þau er ráðist.
Gunnar Bragi var gestur Óðins Jónssonar í Morgunvaktinni á rás 1 í morgun:
„Auðvitað er hætta á því ef Rússar halda áfram að rjúfa lofthelgi Tyrkja eða annarra Nató-ríkja þá er það að sjálfsögðu mikil hætta á að það verði einhvers konar árekstrar. Við vildum náttúrulega ekki sjá það að Nató og Rússar lentu í einhvers konar árekstrum eða átökum jafnvel þó það sé nú yfir í Sýrlandi eða Tyrklandi.
En það er alveg ljóst að samkvæmt þeim samningum sem Nató-ríkin hafa þá munu þau verja Tyrkland ef að til þess kemur. Og þar af leiðandi munu Nató-þotur væntanlega styggja við, eða svona ýta þeim rússnesku burtu ef þess er þörf. En það er hætta á að þetta stigmagnist vissulega. En sem betur fer eru menn að tala saman og reyna að finna ástæðu fyrir því að þetta gerist og reyna að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. En af þetta heldur áfram að Rússar muni ekki hlusta á og ekki virða þessa lofthelgi þá er mikil hætta á ferðum, það er alveg ljóst.“
Varla var Gunnar Bragi búinn að belgja sig þegar enn meiri Belgingur drundi við. Þar var mættur vanhæfasti ráðherra ríkisstjórnarinnar og þá er mikið sagt. Sem stóð upp í sviði með einum pótintáta ferðamála sem hefur fengið endalaust að sleppa við að greiða skatta af atvinnurekstri sínum. Hún stóð þarna og geislaði og glitraði af gleði. Búin að stofna enn eitt báknið, Stjórnstöð ferðamála. Það nægir ekki að hafa Ferðamálastofu og Ferðamálaráð. Nú þarf líka stjórnstöð, þar sem blandað er saman ríki og ferðaþjónustu, með forstjóra sem féll af himnum ofan, Jesús eða Pétur. Tvöfalt bákn í sama ranni. Sem virðast um margt eiga að gera það sama. Helst að þessi nýja stofnun eigi að hleypa greiðslu út um allt í ferðaiðnaðinum. Allir staðir verða með hlið og gaddavír. Kannski með aðstoð frá Ungverjalandi.
Ríkisstjórnin sem ætlaði að beita sér fyrir skilvirkri stjórnsýslu, bætir alltaf í gírinn, gagnsæið er ekki hugtak sem þekkist, báknin hylja sjóndeildarhringinn, fleiri nefndir og ráð gleðja okkur, öll viljum við í nefndir og ráð. Eða hvað?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli