Það er óhugnaður í okkur sem búum í Vestur-Evrópu.
Enn ein hryðjuverkaárásins, gerð til að skapa ótta og örvæntingu.
Sem virðist takast ágætlega.Stór hópur fólks liggur í valnum. Myndir af grátandi fólki í öllum fjölmiðlum sem skreið um gólf til að bjarga lífi sínu. Minniseldar og blóm.
Það hlakkar í rasistum, nazistum og fazistum, víða um heim. Hvað sögðum við ykkur, básúna þeir á netsíðum. Það eru þeir óvinirnir, sem eru frá öðrum menningarsvæðum sem eiga að vera heima hjá sér. Hvernig svo sem það er hægt. Þegar vopnin frá vopnaframleiðendum í löndum vina okkar valda þessum hörmungum sem eru rót vandans. Bush Blair styrjaldirnar sem skiluðu milljónum flóttamanna, höfðu í för með sér uppgang ISIS með bandarískum vopnum. Hugleysi Obamas að takast á við vandann og efna loforðin sín í upphafi ferils síns.
Svo hvað getur Vestur-Evrópa gert? Á að loka álfunni með veggjum eins og Ísraelsmenn gera gagnvart Palestínumönnum. Á að sökkva skipum og drekkja flóttafólki, á að skjóta alla sem vilja nálgast okkur? Það er til nóg af vopnum? Spurningarnar eru fleir en svörin. Hvernig á að ljúka Sýrlandsstyrjöldinni. Hvenær verður Írak aftur íbúavænt land? Afghanistan? Hvernær verðum við samkvæm okkur sjálfum, fyrirlítum harðstjóra hvar sem þeir eru, hættum að dæla vopnum um allan heim.
Ég var á Þýsklandi og á Spáni í seinasta mánuði. Alls staðar hefur fjölmenningin tekið yfir. Með sína kosti og galla. Kostirnir eru fleiri. Á meðan óréttlæti og fordómar eru til staðar getum við alltaf átt von á atburðum sem þessum. Það er engin ofurlausn til. Þó held ég að manngæskan skili mestu til frambúðar. Við erum ekkert æðri öðrum. Mál þarf að leysa með samræðum og samningum. Það er engin betri lausn til.
Enn ein hryðjuverkaárásins, gerð til að skapa ótta og örvæntingu.
Sem virðist takast ágætlega.Stór hópur fólks liggur í valnum. Myndir af grátandi fólki í öllum fjölmiðlum sem skreið um gólf til að bjarga lífi sínu. Minniseldar og blóm.
Það hlakkar í rasistum, nazistum og fazistum, víða um heim. Hvað sögðum við ykkur, básúna þeir á netsíðum. Það eru þeir óvinirnir, sem eru frá öðrum menningarsvæðum sem eiga að vera heima hjá sér. Hvernig svo sem það er hægt. Þegar vopnin frá vopnaframleiðendum í löndum vina okkar valda þessum hörmungum sem eru rót vandans. Bush Blair styrjaldirnar sem skiluðu milljónum flóttamanna, höfðu í för með sér uppgang ISIS með bandarískum vopnum. Hugleysi Obamas að takast á við vandann og efna loforðin sín í upphafi ferils síns.
Svo hvað getur Vestur-Evrópa gert? Á að loka álfunni með veggjum eins og Ísraelsmenn gera gagnvart Palestínumönnum. Á að sökkva skipum og drekkja flóttafólki, á að skjóta alla sem vilja nálgast okkur? Það er til nóg af vopnum? Spurningarnar eru fleir en svörin. Hvernig á að ljúka Sýrlandsstyrjöldinni. Hvenær verður Írak aftur íbúavænt land? Afghanistan? Hvernær verðum við samkvæm okkur sjálfum, fyrirlítum harðstjóra hvar sem þeir eru, hættum að dæla vopnum um allan heim.
Ég var á Þýsklandi og á Spáni í seinasta mánuði. Alls staðar hefur fjölmenningin tekið yfir. Með sína kosti og galla. Kostirnir eru fleiri. Á meðan óréttlæti og fordómar eru til staðar getum við alltaf átt von á atburðum sem þessum. Það er engin ofurlausn til. Þó held ég að manngæskan skili mestu til frambúðar. Við erum ekkert æðri öðrum. Mál þarf að leysa með samræðum og samningum. Það er engin betri lausn til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli