Ég gekk fram hjá holunni um daginn, átti erindi í Þjóarbókhlöðuna.
Holan ér á sínum stað umkringd girðingu, sem flestir fullfærir geta klifrað yfir, það er því furða að enginn skuli hafa látið lífið þarna í holu ríkisstjórnarinnar.
Það er merkilegt þegar þeir sem vilja hampa íslenskri menningu á tyllidögum og vitna í Jón Sigurðsson Jónas Hallgrímsson og kó.
Fulltrúar þessarar fámennu þjóðar hafa líka unnið ótrúleg afrek, t.d. á sviði lista, vísinda og fræða. Jafnvel í stærstu keppnisíþróttum heims hafa fulltrúar okkar unnið frækna sigra og glatt íslensk hjörtu.
Við eigum að vera stolt af þessum árangri okkar Íslendinga og gleðjast yfir honum, ekki til að setja
okkur á háan hest á kostnað annarra eða státa okkur af því sem við höfum áorkað og ímynda okkur að það sé sjálfsagður hlutur. Nei við eigum að vera stolt af því sem við og fyrri kynslóðir höfum áorkað vegna þess að það minnir okkur á að við getum gert enn betur. (SDG í Áramótaávarpi 2014)
Það er merkilegt hversu þessir valdamenn okkar sem stjórna um þessar mundir eru áhugalitlir um menningu og listir. Það er gott og hollt að hafa áhuga á fótbolta. En það þýðir ekki að vanrækja undirstöðu okkar sem Íslendinga. Það er tungan, bókmenntirnar, listirnar. Ég sé ekki fyrir mér að ráðherrar okkar myndu bruna á milli landhluta til að vera viðstaddur menningarverðlaun (undantekningin er Illugi sem ólst upp á heimili vinstrimanna)! Það er liðin sú tíð þegar Framsóknarflokkurinn byggði upp menningarstofnanir víða um land. Nú hafa frjálhyggjugimpi tekið þar völd. Innan Sjálfstæðisflokksins eru til menntafólk, en því fækkar stöðugt, fulltrúar þess sitja í það minnsta ekki á Alþingi. Þar ríkir Ísöld mennta og lista.
Það er furðulegt að eyða milljörðum að setja upp stofnun sem engin þörf er fyrir, á meðan beðið er eftir fjármagni til að byggja húsnæði undir fræðin sem einkennir okkur frá öðrum þjóðum.
Það er enn furðulegra að heyra hugmyndir Viðskiptaráðs að fækka stofnunum landsins um 2/3 sem Vigdís Hauksdóttir tekur undir. Er þetta ekki sama og að fækka einkafyrirtækjum, 1 fyrir innflutning, eitt fyrir útflutning, og eitt fyrir framleiðslu útflutningsvara. Við erum svo fámenn, það þarf ekki fleiri fyrirtæki.
Ég held að Frjálshyggjan sé að ganga af göflunum. Þetta líkist röfli hóps manna sem hafa misst öll tengsl við veruleikann. Mikið verður gaman þegar við höfum losað okkur við þessa dekurdrengi og stúlkur í næstu kosningum! Þá verður víða skálað!
Fimmtudagur 17.12.2015 - 12:00
- Ummæli
(2)
Holan ér á sínum stað umkringd girðingu, sem flestir fullfærir geta klifrað yfir, það er því furða að enginn skuli hafa látið lífið þarna í holu ríkisstjórnarinnar.
Það er merkilegt þegar þeir sem vilja hampa íslenskri menningu á tyllidögum og vitna í Jón Sigurðsson Jónas Hallgrímsson og kó.
Fulltrúar þessarar fámennu þjóðar hafa líka unnið ótrúleg afrek, t.d. á sviði lista, vísinda og fræða. Jafnvel í stærstu keppnisíþróttum heims hafa fulltrúar okkar unnið frækna sigra og glatt íslensk hjörtu.
Við eigum að vera stolt af þessum árangri okkar Íslendinga og gleðjast yfir honum, ekki til að setja
okkur á háan hest á kostnað annarra eða státa okkur af því sem við höfum áorkað og ímynda okkur að það sé sjálfsagður hlutur. Nei við eigum að vera stolt af því sem við og fyrri kynslóðir höfum áorkað vegna þess að það minnir okkur á að við getum gert enn betur. (SDG í Áramótaávarpi 2014)
Það er merkilegt hversu þessir valdamenn okkar sem stjórna um þessar mundir eru áhugalitlir um menningu og listir. Það er gott og hollt að hafa áhuga á fótbolta. En það þýðir ekki að vanrækja undirstöðu okkar sem Íslendinga. Það er tungan, bókmenntirnar, listirnar. Ég sé ekki fyrir mér að ráðherrar okkar myndu bruna á milli landhluta til að vera viðstaddur menningarverðlaun (undantekningin er Illugi sem ólst upp á heimili vinstrimanna)! Það er liðin sú tíð þegar Framsóknarflokkurinn byggði upp menningarstofnanir víða um land. Nú hafa frjálhyggjugimpi tekið þar völd. Innan Sjálfstæðisflokksins eru til menntafólk, en því fækkar stöðugt, fulltrúar þess sitja í það minnsta ekki á Alþingi. Þar ríkir Ísöld mennta og lista.
Það er furðulegt að eyða milljörðum að setja upp stofnun sem engin þörf er fyrir, á meðan beðið er eftir fjármagni til að byggja húsnæði undir fræðin sem einkennir okkur frá öðrum þjóðum.
Það er enn furðulegra að heyra hugmyndir Viðskiptaráðs að fækka stofnunum landsins um 2/3 sem Vigdís Hauksdóttir tekur undir. Er þetta ekki sama og að fækka einkafyrirtækjum, 1 fyrir innflutning, eitt fyrir útflutning, og eitt fyrir framleiðslu útflutningsvara. Við erum svo fámenn, það þarf ekki fleiri fyrirtæki.
Ég held að Frjálshyggjan sé að ganga af göflunum. Þetta líkist röfli hóps manna sem hafa misst öll tengsl við veruleikann. Mikið verður gaman þegar við höfum losað okkur við þessa dekurdrengi og stúlkur í næstu kosningum! Þá verður víða skálað!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli