Ég ætlaði nú ekki að skrifa meira um kjör öryrkja og aldraðra í bili en ummæli Bjarna Benediktssonar í útvarpinu gera það að verkum að ég minni á þau, þau eru ótrúleg.
„Við vitum það að það eru hópar í þessu samfélagi sem að eru í vandræðum með að láta enda ná saman í lok mánaðar, og því miður hefur það alltaf verið þannig. Okkar verkefni er að gera betur með því að halda áfram að skapa verðmæti og þá getum við smám saman lyft undir með öllum, og eins
og ég segi staða þeirra sem að byggja afkomu sína meðal annars með stuðningi almannatrygginga verður þó sú besta sem hún hefur verið í sögunni í upphafi næsta árs,“ segir Bjarni.
Bæði hann og Sigmundur Davíð virðast ekki geta svarað þvi af hverju þessi hópur þarf að bíða lengst og fá minnst miðað við launafólk. Það er ótrúlegur útúrsnúningur þegar þeir eru að svara. Ætli þeir séu jólakveðjur þeirra til láglaunafólks í ár?
Höfum í huga orð Þórunnar Sveinbjörnsdóttur í viðtali við Óðin Jónsson í morgun á RUV 1.
„Fyrir ári hækkuðu lífeyristekjur um 3%. Þá er ég að tala um frá almannatryggingum. En árið á undan var launaþróun upp á 6%. Þannig að ár eftir ár upplifir þetta fólk þessa miklu skerðingu. Árið þar á undan hækkaði um 3,6% en launaþróun var 5,8%. Þannig að það er þessi upplifun, okkar, kjaranefnda og annarra, á því að það vanti alltaf upp á.“
Þið dragist sem sagt alltaf meira og meira aftur úr?
„Að okkar mati gerum við það. Og við höfum verið í viðræðum við ráðuneytin í haust um hvernig nákvæmlega þetta er allt reiknað út. Vegna þess að 69. grein almennatryggingalaga segir að líta skuli til launaþróunar. Og menn takast meira að segja á um það orð.“
En nú benda ráðamenn á að þetta sé veruleg krónutöluhækkun sem þessi hópur er að fá.
„Það er það. En enn og aftur, þá er verið að tala um prósentur og krónur. Til dæmis ef við horfum til pars sem býr saman og er að fá um 193 þúsund á mánuði, þá er það fólk að fá innan við 20 þúsund krónur í hækkun. Hinir sem búa einir eru að fá kannski 22 þúsund króna hækkun. Þetta á ekkert skylt við það sem var að gerast á almenna vinnumarkaðnum.“
Þórunn segist hafa miklar áhyggjur af stórum hópi eldri borgara.
„Til okkar kemur fólk sem á ekki fyrir jólagjöfum fyrir barnabörnin sín, og verður að spara við sig í mat og öðru. Og það er líka hópur fólks sem fær pening í vasann frá börnunum sínum. Og það er ekki það samfélag sem við héldum að við værum í.“
Sýnist þér að afkoma ríkissjóðs sé þannig að hægt sé að gera betur?
„Það er engin spurning. Og þegar við fórum á fund fjárlaganefndar drógum við þetta fram. Og við drógum það líka fram að veikasti hlekkurinn er sá sem fær sérstaka uppbót. Og við lögðum það á borðið fyrir fjárlaganefnd. Og margt af því sem við sögðum virtist koma þeim á óvart. Og Vigdís Hauksdóttir tekur það upp í fréttum í gær og vill gera eitthvað betur,“ segir Þórunn.
Þessar hugmyndir ráðherra okkar eru út í hött en passa inn í hugmyndafræði þeirra um forgang fyrir hina ríku, útgerðarauðvaldið sem á okkur, hinir sjö stóru.
Svo býð ég aftur lesendum mínum Gleðileg Jól.
„Við vitum það að það eru hópar í þessu samfélagi sem að eru í vandræðum með að láta enda ná saman í lok mánaðar, og því miður hefur það alltaf verið þannig. Okkar verkefni er að gera betur með því að halda áfram að skapa verðmæti og þá getum við smám saman lyft undir með öllum, og eins
og ég segi staða þeirra sem að byggja afkomu sína meðal annars með stuðningi almannatrygginga verður þó sú besta sem hún hefur verið í sögunni í upphafi næsta árs,“ segir Bjarni.
Bæði hann og Sigmundur Davíð virðast ekki geta svarað þvi af hverju þessi hópur þarf að bíða lengst og fá minnst miðað við launafólk. Það er ótrúlegur útúrsnúningur þegar þeir eru að svara. Ætli þeir séu jólakveðjur þeirra til láglaunafólks í ár?
Höfum í huga orð Þórunnar Sveinbjörnsdóttur í viðtali við Óðin Jónsson í morgun á RUV 1.
„Fyrir ári hækkuðu lífeyristekjur um 3%. Þá er ég að tala um frá almannatryggingum. En árið á undan var launaþróun upp á 6%. Þannig að ár eftir ár upplifir þetta fólk þessa miklu skerðingu. Árið þar á undan hækkaði um 3,6% en launaþróun var 5,8%. Þannig að það er þessi upplifun, okkar, kjaranefnda og annarra, á því að það vanti alltaf upp á.“
Þið dragist sem sagt alltaf meira og meira aftur úr?
„Að okkar mati gerum við það. Og við höfum verið í viðræðum við ráðuneytin í haust um hvernig nákvæmlega þetta er allt reiknað út. Vegna þess að 69. grein almennatryggingalaga segir að líta skuli til launaþróunar. Og menn takast meira að segja á um það orð.“
En nú benda ráðamenn á að þetta sé veruleg krónutöluhækkun sem þessi hópur er að fá.
„Það er það. En enn og aftur, þá er verið að tala um prósentur og krónur. Til dæmis ef við horfum til pars sem býr saman og er að fá um 193 þúsund á mánuði, þá er það fólk að fá innan við 20 þúsund krónur í hækkun. Hinir sem búa einir eru að fá kannski 22 þúsund króna hækkun. Þetta á ekkert skylt við það sem var að gerast á almenna vinnumarkaðnum.“
Þórunn segist hafa miklar áhyggjur af stórum hópi eldri borgara.
„Til okkar kemur fólk sem á ekki fyrir jólagjöfum fyrir barnabörnin sín, og verður að spara við sig í mat og öðru. Og það er líka hópur fólks sem fær pening í vasann frá börnunum sínum. Og það er ekki það samfélag sem við héldum að við værum í.“
Sýnist þér að afkoma ríkissjóðs sé þannig að hægt sé að gera betur?
„Það er engin spurning. Og þegar við fórum á fund fjárlaganefndar drógum við þetta fram. Og við drógum það líka fram að veikasti hlekkurinn er sá sem fær sérstaka uppbót. Og við lögðum það á borðið fyrir fjárlaganefnd. Og margt af því sem við sögðum virtist koma þeim á óvart. Og Vigdís Hauksdóttir tekur það upp í fréttum í gær og vill gera eitthvað betur,“ segir Þórunn.
Þessar hugmyndir ráðherra okkar eru út í hött en passa inn í hugmyndafræði þeirra um forgang fyrir hina ríku, útgerðarauðvaldið sem á okkur, hinir sjö stóru.
Svo býð ég aftur lesendum mínum Gleðileg Jól.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli