Haskell Wexler lést fyrir nokkrum dögum, háaldraður 93 ára gamall. Margir spyrja hver var nú það?
Wexler var kvikmyndatökumaður í ansi mörgum kvikmyndum, eflaust mörgum sem lesendur mínir hafa séð. Það sem kannski var merkilegra að hann var líka leikstjóri að ótal heimildamyndum sem vöktu mikla athygli. Og hann var róttækur bandarískur menntamaður. Besti vinur hans í skóla var Barney Rosset sem var einn þekktasti útgefandi Bandaríkjanna, átti Grove Press og kynnt marga fremstu rithöfunda heims fyrir Bandaríkjamönnum. Samuel Beckett, Pablo Neruda, Octavio Paz, Kenzaburō Ōe , Harold Pinter, Henry Miller, William S. Burroughs, Khushwant Singh, Jean Genet, John Rechy, Eugène Ionesco and Tom Stoppard.
Wexler fór að vinna í kvikmyndum eftir að hafa verið í hernum í Síðari Heimsstyrjöldinni. Þegar ég var ungur maður með kvikmyndaáhuga fór ég að verða var við þennan kvikmyndatökumann sem var ekki bara tökumaður heldur maður sem kom mörgum nýjungum inn í Hollywood kvikmyndir. Ég vissi til dæmis ekki að það var hann sem notaði
nýja aðferð við að kvikmynda litað fólk í myndinni In the Heat of the Night sem gerðir það mannnlegra og eðlilegra en áður hafði verið gert. Þar var Sidney Poitier í aðalhlutverki. Á þessum tíma gerði hann myndir eins og America America (Elia Kazan) Who is afraid of Virginia Wolf, In the Heat of the Night, The Best Man, Bound for Glory, The Thomas Crown Affair, Gauðkshreiðrið ( hann var rekinn við tökur og annar tók við, hann gat verið harður í horn að taka ef honum mislíkaði eitthvað).
Hann gerði örfáar leiknar myndir og ein mun halda nafni hans á lofti. Medium Cool. Ég man hana ennþá frá því hún var sýnd í Háskólabíó, ætli það hafi ekk verið 1969? Þar blandaði hann saman leikinni mynd og atburðum á þingi demókrata í Chigaco. Hann tók myndina sjálfur og notaði cinema verité stíl, handahelda myndavél allan tímann. Hér að ofan eru mótmælin sem hann notaði í myndinni.
Í heimildamyndum sínum kom fram róttækni hans í efnisvali, Vietnamstríðið, atburðir og yfirgangur Bandaríkjanna í Mið og Suður-Ameríku, mannréttinda og stéttabarátta í Bandaríkjunum. Hann var til dauðadags fullur af lífi og orku. Vinir hans trúðu því ekki að hann myndi deyja, hann ræddi endalaust stjórnmál tók þátt í þeim alveg til dauðadags þegar hann dó í svefni.
Þeir hverfa nú einn af öðrum þessir menn sem gerðu líf manns áhugavert og spennandi þegar maður var ungur og brennandi af áhuga. Hann kom víða við, kynntis Woody Guthrie í hernum, Mike Bloomfield gítarleikari var frændi hans og kom að vali á tónlist í Medium Cool.
Wexler var kvikmyndatökumaður í ansi mörgum kvikmyndum, eflaust mörgum sem lesendur mínir hafa séð. Það sem kannski var merkilegra að hann var líka leikstjóri að ótal heimildamyndum sem vöktu mikla athygli. Og hann var róttækur bandarískur menntamaður. Besti vinur hans í skóla var Barney Rosset sem var einn þekktasti útgefandi Bandaríkjanna, átti Grove Press og kynnt marga fremstu rithöfunda heims fyrir Bandaríkjamönnum. Samuel Beckett, Pablo Neruda, Octavio Paz, Kenzaburō Ōe , Harold Pinter, Henry Miller, William S. Burroughs, Khushwant Singh, Jean Genet, John Rechy, Eugène Ionesco and Tom Stoppard.
Wexler fór að vinna í kvikmyndum eftir að hafa verið í hernum í Síðari Heimsstyrjöldinni. Þegar ég var ungur maður með kvikmyndaáhuga fór ég að verða var við þennan kvikmyndatökumann sem var ekki bara tökumaður heldur maður sem kom mörgum nýjungum inn í Hollywood kvikmyndir. Ég vissi til dæmis ekki að það var hann sem notaði
nýja aðferð við að kvikmynda litað fólk í myndinni In the Heat of the Night sem gerðir það mannnlegra og eðlilegra en áður hafði verið gert. Þar var Sidney Poitier í aðalhlutverki. Á þessum tíma gerði hann myndir eins og America America (Elia Kazan) Who is afraid of Virginia Wolf, In the Heat of the Night, The Best Man, Bound for Glory, The Thomas Crown Affair, Gauðkshreiðrið ( hann var rekinn við tökur og annar tók við, hann gat verið harður í horn að taka ef honum mislíkaði eitthvað).
), Who
Hann gerði örfáar leiknar myndir og ein mun halda nafni hans á lofti. Medium Cool. Ég man hana ennþá frá því hún var sýnd í Háskólabíó, ætli það hafi ekk verið 1969? Þar blandaði hann saman leikinni mynd og atburðum á þingi demókrata í Chigaco. Hann tók myndina sjálfur og notaði cinema verité stíl, handahelda myndavél allan tímann. Hér að ofan eru mótmælin sem hann notaði í myndinni.
Í heimildamyndum sínum kom fram róttækni hans í efnisvali, Vietnamstríðið, atburðir og yfirgangur Bandaríkjanna í Mið og Suður-Ameríku, mannréttinda og stéttabarátta í Bandaríkjunum. Hann var til dauðadags fullur af lífi og orku. Vinir hans trúðu því ekki að hann myndi deyja, hann ræddi endalaust stjórnmál tók þátt í þeim alveg til dauðadags þegar hann dó í svefni.
Þeir hverfa nú einn af öðrum þessir menn sem gerðu líf manns áhugavert og spennandi þegar maður var ungur og brennandi af áhuga. Hann kom víða við, kynntis Woody Guthrie í hernum, Mike Bloomfield gítarleikari var frændi hans og kom að vali á tónlist í Medium Cool.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli