mánudagur, 11. janúar 2016

Bowie: Hetja í einn dag?

Það er skrítið að velta fyrir sér tónlist út alla ævina.  Þegar við vorum unglingar og Bítlarnir komu fram var okkur sagt að þessi dægurlaga tónlist yrði öllum gleymd eftir nokkur ár. Það hefur ekki orðið. Enn eru margir sam hlusta á þessa tónlist, ég nefni engin nöfn þau yrðu svo mörg.  Hver kynslóð finnur sér nýja snillinga, sumir gleymast og hverfa, eins og á dögum Bachs og Beethoven. Ég og margir við hlustum á klassík, rokk, jazz og ótal aðrar hljómlistartegundir.  Sumir hlusta aldrei á tónlist nema í útvarpi, aðrir hlusta núna á nútímamiðla Spotify og fleira. 

Aðrir eru meiri dellukallar og kon ur. Þannig er ég, það snjóaði í morgun þegr ég las fréttirnar um andlát Davids Bowie, úr krabba þessi vágestur sem hrifsar til sín svo marga.  Það kingir niður snjó núna og þegar ég sit við tölvuna.  Það er margt ógeðfellt umhverfis mann, ég er hættur að vinna, en ég leita í tónlist og bækur til að gleyma, valdamönnum sem koma manni alltaf á óvart með flónsku og kunnáttuleysi um verksvið sitt og framkomu við landsmenn sem hafa kosið þát til æðstu starfa.  Ég skrifaði á fésið í morgun þetta hér að neðan, fátækleg orð en einlæg. Ég hefði getað minnst á kvikmyndaferil hans, frægafólksferil, það er ekki mitt áhugasvið.  En eitt stendur eftir hann verður dreginn fram, vínyl, diskar, kvikmyndir á þessu heimili. Ég veit ekki hvort ég hefði kunnað við hann sem persónu.  Hann var hálgert kameljón en ......  Hann á verðugan stað í lífi mínu. Eins og aðrir góðir listamenn, bókmennta, myndlistar og tónlistar.  We can beat them, just for one day.  Þetta kemur upp í hugann, ætli þetta sé það sem við getum.  Sigrað þá einn dag bara einn dag.  Ég er bjartsýnismaður.  Ég held þeir verði fleiri.

Ég keypti The Man who sold the world í Hljóðfærahúsinu forðum daga, síðan var hann Leigjandi hjá mér út ævi sína lét sig hverfa öðru hverju en birtist alltaf á ný, alltaf með eitthvað nýtt í farteskinu, popp lag allra tíma hjá mér er China Girl, hvað ég spilaði það. Og Ziggy Stardust, Heroes, Low. Station to Station, Heathen, fleiri og fleiri. Hans verður saknað á þessu heimili eins og heimiliskattanna sem hverfa. Munurinn er að maður getur áfram hlustað á þennan! Blessuð séminning hans.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli