miðvikudagur, 6. janúar 2016

Sveinn Rúnar heiðursborgari Palestínu

Ég er glaður fyrir hönd Sveins Rúnars Haukssonar og hins blómlega starfs sem hefur verið unnið undir stjórn hans í félaginu, Ísland Palestína. Allt sem hefur safnast hefur runnið í söfnun gervilima frá Össuri til hjálpar fólki sem orðið hefur fyrir barðinu á öfgastjórn Ísraelsríkis. 

„Ég lít ekki á þetta sem per­sónu­lega viður­kenn­ingu held­ur viður­kenn­ingu fyr­ir okk­ar fé­lag, Ísland Palestína, og þeim stuðningi sem sýnd­ur hef­ur verið af ís­lensku þjóðinni,“ seg­ir Sveinn Rún­ar Hauks­son sem í kvöld var gerður að heiðurs­borg­ara Palestínu. Viður­kenn­ing­una veitti ráðherr­ann Maj­di Khalidi en vega­bréfið und­ir­ritað Mahmmoud Abbas, for­seti Palestínu. 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/01/05/vidurkenning_fyrir_felagid/

Engin ummæli:

Skrifa ummæli