miðvikudagur, 3. febrúar 2016

Eru Sigmundur Davíð og Egill í sama liði?

Athygli vekur hversu fast Egill Helgason heldur utan um Sigmundu Davíð, það má ekki skrifa hnjóðsyrði um hinn ástsæla forsætisráðherra án þess að hann þurfi að koma honum til varnar.  Hvort sem um er að ræða flóttamenn, verðtryggingu eða skipulagsmál.  

Það er lýðum ljóst að Silfur Egils er skrifað i boði útgáfuveldis Framsóknarflokksinsí, eyjan.is, pressan.is. Ég vona að hann fái sæmilega borgað.  Það er engin tilviljun skefjalausar árásir hans á Samfylkinguna oft í hverjum mánuði.  Vinstri grænir eru ekki til á hans svæði.  

Við sem höfum leyft okkur að gagnrýna Framsóknarflokkinn og vinnubrögð hans gerum það vegna málefna:   Kynþáttahyggja, stærsta loforð flokksins um verðtryggingu, flóttamannastefnan, rassvasaúthlutun skattpeninga, algjör samhljómur við xD í umhverfis og stóriðjumálum, aðgjör samstaða með útgerðaríhaldinu, sjúklegt hatur á listum og úthlutun á fé til lista og menningarmála.  

Það er líka margir sömu sem hafa hrósað Sigmundi fyrir ýmislegt, hreinskilni hans í skipulagsmálum borgarinnar, en það þýðir ekki að hann eigi að taka yfir skipulagsmál Ríkisins,  flóttamannaferð hans til Miðausturlanda, ekkert slæmt við það, en það þýðir ekki að það megi ekki taka á móti flóttamönnum sem rekast upp á land okkar eftir öðrum leiðum en flóttamannabúðir, hvor tveggja er gott. 

En við sem pælum í pólitík og höfum einhverja menntun í henni, gerum okkur grein fyrir að Forsætisráðherrann er útsmoginn pólitískur refur, hann hefur séð að rasistiska leiðin gagnast ekki á Íslendinga, það eru bara Píratar sem græða á því, og þeir eru bersýnilega vinstri flokkur í litrófinu. Svo nú rær hann á önnur mið, húmaníska kjarnann hjá Íslendingum, kosningabaráttan er hafin hjá honum, jafnvel xD er nú orðinn andstæðingur þótt þeir sitji saman í ríkisstjórn.  



Og eru Sigmundur Davíð og Egill í sama liði???? Það er kannski ósanngjarnt að spyrja svona spurningar, menningarforkólfurinn Egill og tækisfærissinnin Sigmundur Davíð.  En dæmin sýna okkur ýmislegt.  

Myndir :  Úr Þingholtunum Greinarhöfundur 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli