mánudagur, 8. febrúar 2016

Gunnar Bragi fær sér hálfan aðstoðarmann .......

Nýr ungkarl á uppleið,  í hálfu starfi og námi, eina starfskrafan að vera Framsóknarmaður, auðvitað er þetta engin spilling, hverjum dettur það í hug??? Hvað á þessi maður að starfa í ráðuneyti sem snýr að starfi utanríkismála, töskuberi ráðherra? 
Er þetta næsti kosningastjóri Gunnars Braga? Mikið eigum við langt í land að vera í óspilltu samfélagi.  

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra hefur ráðið til sín nýjan aðstoðarmann, Gauta Geirsson. Gauti hóf störf í dag en hann verður í hálfu starfi í ráðuneytinu.
Hann er 22 ára gamall og nemur rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað sem háseti og vélstjóri á togara og farþegaskipum, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu.
Gauti er ritari Sambands ungra framsóknarmanna. Hann var einnig kosningastjóri hjá Framsóknarflokknum á Ísafirði fyrir síðustu kosningar og skipar 15. sætið á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 
                                    Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, tók á móti nýkjörinni                       stjórn SUF í vikunni í ráðuneyti sínu og var myndin tekin við það tilefni.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli