þriðjudagur, 23. febrúar 2016

Skrápurinn á Pírötum og skemmtileg nálgun

Eitthvað hitnar undir skrápnum hjá Pírötum,  þar eru til egó eins og annars staðar.  Það er erfitt að vera með kröfur þjóðarinnar um samtök sem eiga að bjarga þjóðinni úr klóm spillingar og fjórflokka
 (sem er auðvitað ekkert fjórflokkakerfi ).  Margt getur gerst fram að næstu kosningum.  Birgitta er svolítið á tauginni, konan sem ætlaði að hætta eftir 2 tímabil.  Píratarnir hafa verið
heppnir með þingmenn sína.  Það er ekki víst að allir sem komast inn á þing fyrir á verði jafngóðir. 

Það er skemmtilegt að skoða stefnumál Pírata á vefsíðum þeirra, það er öðru vísi blær yfir hugmyndum þeirra og nálgun. Þeir hafa byrjað í upphafi eins og þeir sem ekkert vita og nálgast hlutina þá á annan hátt en hefðbundin félög:  
 Það á ýmislegt eftir að koma upp þegar nær kosningum kemur.  Sumt er skrítið í lögunum eins og þetta:  Félagar mega vera skráðir með dulnefni í félagatali. Sé þetta ekki virka, get ég lætt mér þarna inn og stundað skæruliðastarfsemi? Ekki hef ég ákveðið hvern ég kýs þó ég viti hverjir það verða ekki.  Enn er margt of óljóst hjá Sjóræningjunum, það má segja að þeir séu ennþá að sigla út úr hafnarmynninu, framundan er ólgusjór. Enn er verið að sauma Seglin.  Niðurrifsöflin eru ekki bara í öðrum flokkum.  Ó nei.  Það vita allir sem hafa tekið þátt í stjórnmálabaráttu.  

 
  Ummæli Birgittu


Í fyrsta lagi þá hef ég aldrei sagt við blaðamenn að ég sé kapteinn eða formaður. Ég hef ekki tíma til að eltast við blaðamenn til að leiðrétta rangfærslur sem eru mjög miklar og ítrekað og hef fyrir löngu gefist upp á að reyna það. Sú óvild og niðurrif sem ég hef orðið ítrekað fyrir frá þinni hendi er ómaklegt og virkilega særandi.

Ég verð að viðurkenna að þrátt fyrir að hafa þykkan skráp að þá er þetta eilífa niðurrif að byrja að hafa djúpstæð áhrif.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli