fimmtudagur, 25. febrúar 2016

Stjórnarskrá: Falleinkunnarnefndin

Lítið kemur frá stjórnarskrárnefnd Alþingis. Þarn svífur sami andi yfir vötnum og helriðið hefur Alþingi í þessum málaflokki seinustu áratugina.  Ekkert á að gera engu að breyta besta er að lifa undir Stjórnarskrá frá því á dögum konunga á 19. öld.  

Hress andblær varðandi þetta mál kemur frá yngri lögfræðingum sem ræddu þetta mál á fundi í Háskólanum nú í vikunni.  Það virðist hafa orðið breyting á þeim blæ sem áratuga útungun úr Lagadeild HÍ hafði för með sér.  

Þingmenn virðast hafa ýmislegt annað að gera en að mæta á fundum um mál sem þeir ættu að hafa efst á lista hjá sér.  Einn mætir á þennan fund.  Einn.  Flokkarnir sem hafa mótað okkar þjóðfélag mest seinustu hálfa öldina hafa komið sér upp skráp að handan við hafið búi fólk sem


við eigum helst ekkert samband að hafa.  Framsóknarflokkurinn með því að skríða aftur inn í híði landbúnaðar og bændarómantíkur, Sjálfstæðismenn með því að stýra öllu því sem hægt er í gegnum peningavald og takmarkalausa hlýðni við Útgerðarauðvaldið.  Því er eitthvað sem heitir framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu eitur í þeirra beinum. 


Því hlýtur það að vera fyrsta hlutverk nýrrar ríkisstjórnar að gera gagngera breytingu á stjórnarskránni hvað sem gert verður með þetta kukl sem kemur frá nefndinni ákvarðanhræddu. 
Það er gaman að sjá hverja nefndin kallaði fyrir sig það segir meira en allt annað. Mikill meirihluti lögfræðingasérfræðingahópurinn sem á þennan geira.  Aldrei dettur neinum í hug að erlendur sérfræðingur/ar hafi neitt að segja okkur.  Hvað þá aðrir sérfræðingahópar. Eða nokkur sem kom nálægt Stjórnlagaráði.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar
lögðust gegn tillögu um framsal
valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu

Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ, segir stjórnarskrárnefndinni hafa mistek­ist að „standa und­ir þeirri ábyrgð að viðhalda ís­lenskri stjórn­skip­un og leysa úr þeim göll­um sem á henni eru“. Aðeins einn þingmaður mætti á fund háskólans um stjórnarskrármál.



Stjórnarskrárnefndin sem skipuð var eftir síðustu þingkosningar hætti við að leggja fram tillögu um framsal valdheimilda í þágu alþjóðasamvinnu. Um er að ræða eitt af þeim fjórum málefnum sem ákveðið var að setja í forgang í upphafi nefndarstarfsins árið 2013. Að lokum lögðust hins vegar fulltrúar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins í nefndinni gegn því að tillaga að slíku ákvæði yrði lögð fram. 
Skúli Magnússon, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, fór hörðum orðum um vinnubrögð stjórnarskrárnefndar á fundi sem Lagastofnun hélt í hátíðarsal skólans í gær. Fullyrti hann að skortur á stjórnarskrárákvæði um framsal valdheimilda gerði Íslandi erfitt fyrir í alþjóðasamstarfi, sérstaklega í tengslum við EES-samninginn. Með því að falla frá tillögu um slíkt framsal hefði stjórnarskrárnefndinni mistek­ist að „standa und­ir þeirri ábyrgð að viðhalda ís­lenskri stjórn­skip­un og leysa úr þeim göll­um sem á henni eru“ og að þessu leyti fengi „vinna nefnd­ar­inn­ar fall­ein­kunn“.



Eftirtaldir sérfræðingar á sviði lögfræði, hagfræði og stjórnmálafræði hafa aðstoðað stjórnarskrárnefnd á ýmsum stigum vinnunnar: Aagot Vigdís Óskarsdóttir, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Arnaldur Hjartarson, Björg Thorarensen, Daði Már Kristófersson, Dóra Guðmundsdóttir, Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Gunnar Páll Baldvinsson, Hafsteinn Þór Hauksson, Karl Axelsson, Kristín Haraldsdóttir, Kristján Andri Stefánsson, Ólafur Þ. Harðarson, RagnhildurHelgadóttir, Skúli Magnússon.
 



Engin ummæli:

Skrifa ummæli