fimmtudagur, 31. mars 2016

Hringekja spillingar 2: Vilhjálmur fellur

Sorglegur endir á félagsmálastörfum hjá Vilhjálmi Þorsteinssyni á vinstri væng.  Karl sem hafði allt til að bera til að vera frámámaður í okkar samfélagi.  Gat meira að segja útskýrt efnahagsmál á mannamáli.  En ... hann segir frá því loks núna að hann eigi reikning í Lúxembourg sem var vitað fyrir nokkrum árum  en ..... sleppir því að hann eigi líklega líka
einn á Kýpur, eru þeir kannski fleiri?  Aðalatriði í þessum leik virðist vera  leyndin, spennan; fíknin nær yfirhendinni allt víkur fyrir henni.  Engan varðar um það hvað þessi einstaklingur gerir, skattaskjólið er mitt!

Hvað fær mann sem ég kaus á sínum tíma í stjórnlagaráð, til að verða áhættufíkill fjármála get ég ekki dæmt um.  En þegar upplýsingar komu fram um eignarhald hans í Lúxembourg og að hann hefði tengst fjármálabraski Gunnlaugs Sigmundsson þá sá ég að ég hafði kosið rangt
 ( ingi@dv.is   06:00 › 23. september 2014)
 Enn er eitt dæmið um það hvernig Gullið grefur gat á heila fólks, fólk verður steinrunnið. Mikið er þetta sorglegt. Fyrir hann og jafnaðarstefnuna. 

May be I should have: Beðið eftir Forsetanum

Nú fjölgar í May be I should have/ Ég hefði kannski átt að liðinu. Það á eftir að bæta í hópinn.
Sjálf tökuliðið hefur sagt marga góða í dag: bestur var dýralæknirinn. 
stjórnmálafræðingurinn í XD var á hælunum á honum. Við bíðum á eftir Forsetanum.




miðvikudagur, 30. mars 2016

Hringekja spillingar

Bjarni veit ekki um reikninga sína, Ólöf skrifar bara undir, Sigmundur vill ekki að við skiptum okkur af konu hans, sirkusinn heldur áfram,  svo standa þeir fyrir utan Stjórnarráðið með alvörusvip og ræða um að allt sé í góðu gengi.  Heiðarleikinn ljómar af þeim.Ráðherra eftir ráðherra.  

Ég man að það var umtalað fyrir nokkrum árum  að Vilhjálmur Þorsteinsson og Gunnlaugur Sigmundsson væru í fjárhagslegu sambandi
og ættu reikninga í Lúxembourg. Sumir töluðu um að þeir hefðu tekið stöðu gegn krónunni, ekki veit ég um það. En ég  skildi aldrei hvernig VÞ var valinn í æðstu stöður í Jafnaðarmannaflokki.

 Sjá hér er sú frétt úr DV:



Vilhjálmur og Gunnlaugur fluttu milljarð út úr Teton

Högnuðust á hrunárinu 2008. Tóku 600 milljóna arð út úr félaginu.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
06:00 › 23. september 2014

Eigendur fjárfestingarfélagsins Teton ehf., sem hagnaðist ævintýralega á verðbréfaviðskiptum á hrunárinu 2008, hafa fært stóran hluta af eignum félagsins yfir í þrjú ný eignarhaldsfélög. Samtals er um að ræða eignir upp á meira en 1.100 milljónir króna sem teknar voru út úr Teton og settar yfir í þrjú félög sem heita Teton A, B og C. Þetta gerðu eigendurnir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Örn Karlsson og Gunnlaugur Sigmundsson, síðla árs í fyrra. Þessar upplýsingar má sjá í skiptingaráætlun fyrir Teton sem skilað hefur verið til ríkisskattstjóra og eins í ársreikningi félagsins sem sýnir mikla eignatilfærslu. 

Myndir: Stofumynd úr Álfheimu, fjallamynd úr Þórsmörk. Það er gott að hafa eitthvað fallegt fyrir augunum.  Greinarhöfundur tók. 

þriðjudagur, 29. mars 2016

Tortólaleikurinn: Gáttirnar opnast og spillingin veltur út

Það fór sem marga grunaði, Sigmundur og fjölskylda eru ekki einu aflands, ja hvað á maður að segja, Gerpin?  Er þetta ekki frekar neikvætt orð, jú vissulega, en þátttaka í skattaskjólum er auðvitað glæpur, tilgangurinn er fyrst og fremst að losna við að borga lögbundin gjöld og skatta, slíkt fólk eru auðvitað Skálkar.  Samkvæmt fréttum RUV þá hafa 3 ráðherrar og fjöldi áhrifamanna tekið þátt í Tortólaleiknum.  Við fáum að vita meira um þettta næstu daga í Kastljósi. 

Því miður höfðum við mörg þennan grun, af hverju?  Af því að við höfum séð eftir að gáttirnar opnuðust í Hruninu, að spilling er útbreiddari en við höfðum nokkurn tíma gert okkur grein fyrir. Það er svo skrítið að upplifa það að allt það versta sem maður ímyndar sér um fólk er rétt.  Það er ljóst að heimssýn manns bíður hnekki, ég trúði á það besta í mannskepnunni en það er ágirnd, græðgi og mannvonska sem ræður ríkjum.  Það er þetta fólk sem hefur komið í veg fyrir að velferðar og heilbrigðisþjónusta geti þróast eðlilega hjá okkur.  Það er jafnvel sama fólkið sem situr í valdastólunum og kemur í veg fyrir að eðlileg skattheimta fái að dafna og svo fær það aðra til að halda að þetta sé hugmyndafræði sem gagnist okkur öllum! Þegar þarna er
bara græðgi og glæpsamlegt athæfi. 

Mikið er þetta sorglegt samfélag sem við höfum þróað.  Orðið sem á við um þetta er bara: Sveiattan.  Nei, það er ekkert orð sem nær þessu. Maður veit aldrei hvort næsti maður við hliðina á manni taki þátt í þessu.  

Svo segir RUV á vef sínum: 

Nöfn þriggja íslenskra ráðherra og fleira áhrifafólks í íslenskum stjórnmálum eru á listum yfir eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum. Þetta sýna gögn sem blaðamenn víðs vegar að úr heiminum hafa undir höndum og hafa unnið úr síðustu mánuði. Á næstu dögum verður í sérstökum Kastljós-þætti greint frá áður óbirtum upplýsingum um eignarhald íslenskra stjórnmálamanna á fyrirtækjum í skattaskjólum.
Þátturinn er unninn í samstarfi við fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media, ICIJ Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna og þýska blaðið Süddeutsche Zeitung. Þar verða birtar upplýsingar um umfangsmiklar eignir Íslendinga í félögum í skattaskjólum. Meðal annars ráðherra í ríkisstjórn Íslands og fjallað um þáttöku annars áhrifafólks í íslenskum stjórnmálum í starfsemi aflandsfélaganna, sem til þessa hefur farið leynt.
Upplýsingarnar og gögn um starfsemi aflandsfélaganna spanna 25 ára tímabil. Nýjustu dæmin sýna að einstaklingar í þessum hópi stofnuðu slík félög á árinu 2014. Upplýsingar um félög eins og þau sem um ræðir hefur verið nær ómögulegt að finna til þessa. Mikil leynd er yfir stofnun og starfsemi þeirra og til undantekninga heyrir að hægt sé að finna út  hverjir eru raunverulegir eigendur þessara fyrirtækja.
   

mánudagur, 28. mars 2016

Páskaboðskapur Ráðherrahjónanna

Sumum liggur á að koma páskaboðskap sínum á framfæri. Og sækja það stíft þó að vel sé til vandað hverjir fái að senda út fagnaðar boðskapinn. À meðan aðrir leiðtogar senda út boðskap friðar og betra mannlífs. Þá ræðir forsætisráðherrann (og maki hans) fjármál sín og hugmyndir sínar um björgun sína á íslensku þjóðinni. Sjaldan hefur einn ráðamaður bjargað jafn mikið einni þjóð í algjörri óþökk hennar.

Þegar maður hlustar á Páfann, biskup íslensku Þjóðkirkjunnar  ræða vandamál heimsins, hin raunverulegu vandamál, ófrið, flóttamenn, endalaus átök í sumum heimshlutum þá verða lítisigld fjármál þeirra hjóna, valda mannsins sem alltaf tekst að gera hugmyndir um grunnreglur mannlegra samskipta siðferði, völd, heiður og æru svo raunaleg að manni fallast hendur. Hann hefði getað leyft okkur löndum hans að njóta þessarar helgar sem er trúarhátíð hjá mörgum, fjölskylduhátíð hjá öðrum, hvíldar og íhugunarstund hjá mörgum, í friði og ró. 

Í kvöld þegar þessi grein var skrifuð hafði lygnt í Borgarfirðinim stjörnu kerfi alheimsins glitruðu  yfir höfðum okkar, Norðurljósin tóku svo við í allri sin dýrð. Barnabörnin sofnuðu við kvöld söguna og RUV sýndi hið undurfurðulega meistaraverk Hrúta, þar sem samband mannskepnunnar var sýnd á þann hátt sem bara lista snillingar geta gert. Ísland býður upp á svo margt  unaðslegra en úblásna valdahana.



föstudagur, 25. mars 2016

Föstudagurinn langi: Dagur siðleysis?

Góð lesning  á föstudaginn langa. Hver var krossfestur. Sigmundur Davíð eða íslenska þjóðin? Það er sorglegt að svona hugsanir komi upp í hugann. Þessi grein Láru Hönnu Einarsdóttur fær mig til að muna hve ótrúlega saklaus maður var í byrjun þessarar aldar. Við hjónin keyptum í fyrsta skipti nýjan og góðan bíl. Fórum allt of seint að huga að viðbótar

lífeyrissparnaði.  Á meðan íslensk auðstétt kom peningum sínum úr landi eða fór í mál hvert við annað innan fjölskyldunna til að fá fleiri
 milljónir til að leika með. Og hlæja að þessum  löndum sínum sem kunnu ekki trixið eða höfðu ekki áhuga á peningum. Þar sem græðgin er meginatriðið. 

Góðir Íslendingar til hamingju með ráðamann (menn) sem hefur enga siðferðiskennd þar sem siðleysið drýpur af hverju strái. Þar sem við hefðum ekki vitað neitt um allt þetta ef tækni hefði ekki  komið til sögunnar sem gerir okkur mögulegt að fylgjast betur með valdamönnum okkar og skiptast á skoðunum um (mis)gjörðir þeirra. Það er Inernetið. Við gefumst ekki upp gagnvart siðníðingum og hyski þeirra. 

Lesið grein Láru Hönnu.









fimmtudagur, 24. mars 2016

Sigmundarmálið: Frosti í slæmum málum

Sorgleg tíðindi fyrir Frosta, að koma í RUV síðastliðinn laugardag að verja Forsætisráðherra og uppgötva að hann sjálfur, samherji hans,  er Tortólakauðinn sjálfur nú hrópar einhver ekki blanda honum inn í fjármál konunnar.  Komið hefur í ljós að hann vissi allt um hennar fjármál að hans sögn.  Pældi í stöðu sinni gagnvar Hrægömmum.  Svo hann stendur uppi í nýju fötum
Keisarans.  Það er kominn tími til að xB skipti um formann.  Frosti væri ágætt formannsefni þótt hann sé bláeygur en hann er ekki sá fyrsti sem lætur SDG leika á sig.  En allan tíma sem þessi SDG hefur verið í pólitík hefur fnykur verið á Alþingi.  Hann, Gunnar Bragi og Vigdís Hauks hófu sóðalegustu umræðuhefð sem tíðkast hefur hér.  Nú hefur Forsætisráðherrann bætt um betur. 

Hvað ætlar xD að gera?  Ætla þeir að spila þennan dapurlega leik áfram.  Aldrei hefur fjölskylda Forsætisráðherra verið Tortólaættar í Vestur eða Norður Evrópu (nú verð ég auðvitað að bæta við eftir því sem best er vitað)  en siðferði í pólitík er þar á öðru sviði.  Hvað ætlar x D að gera?




Frosti Sigurjónsson (ræða 52): „Breytingin sem nefndin gerði á ákvæði frumvarpsins sneri ekki að neinu Tortóla-liði. [...]Varðandi seinni hluta spurningarinnar er mér ekki kunnugt um hvort eitthvert Tortóla-lið er meðal eigenda að kröfum í slitabúin. Við spurðum ráðuneytið hvort ríkissjóður færi á mis við einhverjar tekjur með þessari undanþágu. Svörin voru á þá leið að ekki væri gert ráð fyrir því, það væri kannski ekki hægt að útiloka það gjörsamlega. [...]Þegar upp er staðið þá var ekki tilefni til þess að leggja stein í götu þessara slitabúa við að gefa út skuldabréfin vegna þess að það væri einhver möguleiki á því að 0,1% þessara kröfuhafa væri á Tortóla-eyju, heldur er reynt að liðka fyrir því að þeir geti fengið þessi bréf og þau geti gengið kaupum og sölum. Þannig geta þeir hugsanlega líka sýnt okkur meiri sveigjanleika í samningum við okkur, eða það sem kallað er lifandi samtal.“

mánudagur, 21. mars 2016

Seðlabankastjórinn og Fjármálaráðherra:Vinir í raun?

Seðlabankastjóri hefur ástæðu til að vera ánægður með eftirlit sitt með efnahagsstöðu okkar í dag.   Margt gengur okkur í haginn.  En samt er oft forgangur sem stjórnvöld velja furðulegur.  Svo má ekki gleyma að þetta byrjaði ekki með þessari ríkisstjórn heldur með óvinsælum aðgerðum vinstri stjórnarinnar sem hún varð að gjalda fyrir í kosningum, niðurskurður sem varð til þess að flýta fyrir efnahagslegum bata.  Sem hægri stjórnin hrósar sér af í dag:

Þegar við komum nú saman til 55. ársfundar Seðlabanka Íslands er staða þjóðarbúskaparins að mörgu leyti góð. Það er fyrsti ársfjórðungur ársins 2016 og hagvaxtarskeiðið hefur varað frá öðrum ársfjórðungi ársins 2010 eða í sex ár. Ætla má að landsframleiðslan í þessum ársfjórðungi sé orðin ríflega 4% meiri en hún varð mest fyrir kreppuna. Slaki hefur snúist í spennu og við búum við fulla atvinnu, og kannski gott betur. Öfugt við mörg fyrri tímabil fullrar atvinnu er bæði ytra og innra jafnvægi þjóðarbúskaparins enn þokkalegt.

Seðlabankastjóri og fjármálaráðherra virðast starfa vel saman þótt sá síðarnefndi hafi reynt að losa sig við Seðlabankastjórann, þótt hann hafi ekki getað það vegna þeirrar virðingar sem Már nýtur á alþjóðavettvangi Fjármálaheimsins. Það er því skrítið að ríkisstjórnin nýti sér ekki þessa góðu skuldastöðu til þess að setja kraftinn í Heilbrigðiskerfið að koma upp Ríkisspítala á góðum hraða (ég minnist nú ekki á broðhlaup Forsætisráðherra suður í Garðabæ).  Í leiðinni væri ekki amalegt að setja arðgreiðsluskatt á ofurgróða banka og fyrirtækja. Og forystumaður ferðamála var svo góður að gefa til kynna að það kæmi til greina að Ferðaþjónustan borgaði smáskatt!!!!   

Á síðustu misserum hafa orðið mikil umskipti varðandi hreinar erlendar skuldir íslensku þjóðarinnar. Nýlega voru birtar fréttir af því að þær hefðu verið 14½% af landsframleiðslu í lok síðasta árs og að fara þurfi aftur til síldaráranna á sjöunda áratug síðustu aldar til að finna dæmi um sambærilega skuldastöðu.

En Seðlabankastjóri varar okkur líka við mistökum sem við höfum of oft lent í þegar pólitískir ofurgossar sjá næstu kosningar nálgast.  En Seðlabankinn hefur nú líka gert sín mistök það er skrítið hversi stýrivextir þurfi endalaust að vera í hæstu hæðum.  Það þurfa allir að hugsa sinn gang. Lífið er ekki einfalt og hroki og heimska eru oft stutt undan.  Svo það er gott að huga að því að við getum öll lært hvert af öðru.  Eða hvað? 

Við höfum að undanförnu notið góðs af alþjóðlegri þróun en ekki er víst hversu lengi það verður og hún gæti snúist okkur öndverð. Þá sýnir sagan að okkur hættir til að gera mistök í hagstjórn í uppsveiflum og túlka tímabundna búhnykki sem varanlega. Ef sú saga endurtekur sig gæti innlend eftirspurn og verðbólga risið hærra en hér er gert ráð fyrir. Við verðum því að vera á varðbergi og vanda okkur við þær ákvarðanir sem framundan eru.