mánudagur, 28. mars 2016

Páskaboðskapur Ráðherrahjónanna

Sumum liggur á að koma páskaboðskap sínum á framfæri. Og sækja það stíft þó að vel sé til vandað hverjir fái að senda út fagnaðar boðskapinn. À meðan aðrir leiðtogar senda út boðskap friðar og betra mannlífs. Þá ræðir forsætisráðherrann (og maki hans) fjármál sín og hugmyndir sínar um björgun sína á íslensku þjóðinni. Sjaldan hefur einn ráðamaður bjargað jafn mikið einni þjóð í algjörri óþökk hennar.

Þegar maður hlustar á Páfann, biskup íslensku Þjóðkirkjunnar  ræða vandamál heimsins, hin raunverulegu vandamál, ófrið, flóttamenn, endalaus átök í sumum heimshlutum þá verða lítisigld fjármál þeirra hjóna, valda mannsins sem alltaf tekst að gera hugmyndir um grunnreglur mannlegra samskipta siðferði, völd, heiður og æru svo raunaleg að manni fallast hendur. Hann hefði getað leyft okkur löndum hans að njóta þessarar helgar sem er trúarhátíð hjá mörgum, fjölskylduhátíð hjá öðrum, hvíldar og íhugunarstund hjá mörgum, í friði og ró. 

Í kvöld þegar þessi grein var skrifuð hafði lygnt í Borgarfirðinim stjörnu kerfi alheimsins glitruðu  yfir höfðum okkar, Norðurljósin tóku svo við í allri sin dýrð. Barnabörnin sofnuðu við kvöld söguna og RUV sýndi hið undurfurðulega meistaraverk Hrúta, þar sem samband mannskepnunnar var sýnd á þann hátt sem bara lista snillingar geta gert. Ísland býður upp á svo margt  unaðslegra en úblásna valdahana.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli