fimmtudagur, 26. maí 2016

Útlendingastofnun: Þar sem Jesús er ekki til

Enn eitt mál, enn ein hörmung, karl sem búinn er að vera í 41/2 ár, á Íslandi. 

Ákallaði Jesús er hann var snúinn niður í Leifsstöð

en ætli það sé ekki bara í lagi, Dyflinnar reglan blívur, hvað ætli Dublin búar hugsi um það?  Vera kenndur við níðingslegar aðferðir víða um lönd. 

Hvað gerir Mannréttindastofa Reykjavíkurborgar í svona málum? Hvað gerir Amnesty ?  Er Kærunefnd útlendingamála einhver dula sem enginn þarf að taka tillit til? Varðar þetta nokkur Þjóðkirkju Íslands?

Okafor búinn að vera í fjögur og hálft ár.  Það væri auðvitað fáránlegt að stofnanir í Svíþjóð og á Íslandi ræddu málið, væri það  málsmeðferð Svía að senda alla samsvarandi til síns heimalands. Þar sem ekki eru beint friðsælt.  Eða kæmi í ljós að hann gæti átt framtíðardvöl í Svíþjóð og þá væri hægt að hliðra til manni sem búinn er að vera þennan tíma á Íslandi að fá vera áfram?  Þetta eru auðvitað fáránlegar hugmyndir að lögfræðingar í tveim löndum ræddu málin saman? 

Er ekki komnn tími til að skipa rannsóknarnefnd til að skoða þessi vinnubrögð.  Stofnun sem fékk nýlega erlenda aðila að segja hve hún ynni vel.  En sem vekur almennan viðbjóð hér á landi.  Eða fá umboðsmann Alþingis til að skoða meðferð Útlendingastofnunar á lögum Alþingis.  Er þetta lagameðferð sem er okkur til sóma?



Engin ummæli:

Skrifa ummæli