Ég vaknaði klukkan 5 í morgun og kíkti á Ipaddinn minn til að sjá hvað klukkan var, sá þá á skjánum hjá mér að Bretar höfðu yfirgefið ESB. Það ætti í sjálfu sér ekki að koma á óvart, stjórnmálamenn þeirra hafa alla tíð verið fyrir utan bandalagið, draumur um samstarf við stóra bróður í vestri hefur alltaf verið ofarlega hjá þeim, eins og hjá íhaldsmönnum á Íslandi. En þó kippist maður við.
Á tímum öfga og haturs gegn útlendingum, þjóðernisrembingi og neikvæðum skoðanaskiptum, þá er maður hræddur við stórar breytingar og úrganga Breta gæti verið bara byrjun á ferli sem við getum ekki stjórnað aða ráðið við. Margt það sem Bretar eru að tjá sig um byggist á haldlitlum rökum, oft er stutt í fáfræði og fordóma. Alveg eins og í opinberri umræðu hjá okkur. Og í þjóðaratkvæðagreiðslum. En þannig er lýðræðið. Að mynda sér skoðun með því að velja ákveðna þætti.
Ég vaknaði klukkan 5 í morgun, sólin slegin, lömbin jörmuðu,fuglarnir sungu, flugurnar suðuðu í íslenskri láglaunasveit. Ég er að lesa bók sem hefur ansi mikinn samhljóm við nútímann. Það er bókin Svört jörð (Black Earth) eftir sagnfræðinginn Timothy Snyder (2015)). Þar sem lýst er þeirri leið og afstöðu Evrópuríkja, sem leiddi til uppgangs Hitlers og nasista, Helfararinnar, útrýmingu Gyðinga og seinni heimsstyrjaldarinnar. Þetta er erfið lesning og sorgleg.
Enn dapurlegra er að hlusta á fólk í dag nota sömu rök til að kynda undir ótta og hatur við annað fólk frá öðrum heimshlutum, sem er á flótta undan styrjöldum sem ríki í okkar heimshluta hafa skapað þar á meðal Bretland fremst í flokki með Bandaríkjum.. Eða sækir vinnu sem það hefur rétt til. Hver á að vinna störfin sem útlendingar hafa unnið? Hvernig verða innri vandamál breska ríkisins leyst? Skotland, Norður-Írland?
Það var skrítið að hlusta á okkar fólk í fréttum ræða um afleiðingar úrslitanna í Bretlandi. Það eina sem rætt var hvernig við gætum nýtt okkur ástandið okkur til hagsmuna. Það vantaði alla yfirsýn, allan anda. Svo kom ráðherrann með lélegan brandara um það hversu frábær við værum. Best í öllu, meira að segja fótbolta.
Ég vaknaði klukkan 5 í morgun. Grasið var grænt, stráin gul, jörðin var enn ekki sviðin. Mig hafði dreymt frambjóðanda sem gerði grín að dauðu fólki í stríði. En það var ekki hér, svona gerist ekki hér.
Á tímum öfga og haturs gegn útlendingum, þjóðernisrembingi og neikvæðum skoðanaskiptum, þá er maður hræddur við stórar breytingar og úrganga Breta gæti verið bara byrjun á ferli sem við getum ekki stjórnað aða ráðið við. Margt það sem Bretar eru að tjá sig um byggist á haldlitlum rökum, oft er stutt í fáfræði og fordóma. Alveg eins og í opinberri umræðu hjá okkur. Og í þjóðaratkvæðagreiðslum. En þannig er lýðræðið. Að mynda sér skoðun með því að velja ákveðna þætti.
Ég vaknaði klukkan 5 í morgun, sólin slegin, lömbin jörmuðu,fuglarnir sungu, flugurnar suðuðu í íslenskri láglaunasveit. Ég er að lesa bók sem hefur ansi mikinn samhljóm við nútímann. Það er bókin Svört jörð (Black Earth) eftir sagnfræðinginn Timothy Snyder (2015)). Þar sem lýst er þeirri leið og afstöðu Evrópuríkja, sem leiddi til uppgangs Hitlers og nasista, Helfararinnar, útrýmingu Gyðinga og seinni heimsstyrjaldarinnar. Þetta er erfið lesning og sorgleg.
Enn dapurlegra er að hlusta á fólk í dag nota sömu rök til að kynda undir ótta og hatur við annað fólk frá öðrum heimshlutum, sem er á flótta undan styrjöldum sem ríki í okkar heimshluta hafa skapað þar á meðal Bretland fremst í flokki með Bandaríkjum.. Eða sækir vinnu sem það hefur rétt til. Hver á að vinna störfin sem útlendingar hafa unnið? Hvernig verða innri vandamál breska ríkisins leyst? Skotland, Norður-Írland?
Það var skrítið að hlusta á okkar fólk í fréttum ræða um afleiðingar úrslitanna í Bretlandi. Það eina sem rætt var hvernig við gætum nýtt okkur ástandið okkur til hagsmuna. Það vantaði alla yfirsýn, allan anda. Svo kom ráðherrann með lélegan brandara um það hversu frábær við værum. Best í öllu, meira að segja fótbolta.
Ég vaknaði klukkan 5 í morgun. Grasið var grænt, stráin gul, jörðin var enn ekki sviðin. Mig hafði dreymt frambjóðanda sem gerði grín að dauðu fólki í stríði. En það var ekki hér, svona gerist ekki hér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli